[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Stóra stundin staðfest: Grand Theft Auto VI kemur út 26. maí 2026
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Stóra stundin staðfest: Grand Theft Auto VI kemur út 26. maí 2026

Grand Theft Auto VI

Útgáfa Grand Theft Auto VI var upphaflega áætluð undir lok árs 2025, en hefur nú verið frestað til 26. maí 2026.
Rockstargames.com

Tölvuleikjafyrirtækið Rockstar Games hefur staðfest að væntanlegur ofurleikur þess, Grand Theft Auto VI, muni koma út þann 26. maí 2026. Þetta kom fram í opinberri tilkynningu frá fyrirtækinu í dag, þar sem aðdáendur voru jafnframt beðnir velvirðingar á því að leikurinn kæmi síðar út en margir höfðu vænst.

„Við vitum að þetta er seinna en þið bjuggust við, og biðjumst innilegrar afsökunar á því,“ segir í yfirlýsingu frá Rockstar. „Áhugi ykkar og tilhlökkunin sem leikurinn hefur vakið hefur verið okkur bæði heiður og hvati og við viljum þakka ykkur fyrir stuðninginn og þolinmæðina á meðan við klárum leikinn.“

Grand Theft Auto VI hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu víðs vegar um heiminn, enda um að ræða framhald einnar vinsælustu leikjaraðar sögunnar. Leikurinn hefur verið í þróun um langt skeið, og hefur Rockstar Games hingað til verið þögult um nákvæman útgáfudag – þar til nú.

Sjá einnig: Góð ástæða fyrir því að önnur stikla úr GTA 6 hefur ekki verið birt – Þögn Rockstar er hluti af snjallri markaðsáætlun

Fyrirtækið leggur áherslu á að markmiðið með hverjum leik sem það gefur út sé að fara fram úr væntingum notenda, og að Grand Theft Auto VI verði engin undantekning frá því markmiði.

„Við vonum að þið skiljið að þessi viðbótartími er nauðsynlegur til að við getum skilað þeirri gæðum sem þið eigið skilið,“

segir í lok yfirlýsingarinnar.

Rockstar Games hefur ekki opinberað frekari upplýsingar um leikinn að sinni, en lofar að deila nýjum fréttum með aðdáendum á næstunni.

Sjá einnig: Grand Theft Auto V heldur áfram að heilla áhorfendur á Twitch árið 2024​

Um Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Cat woman vs Grand Theft Auto V

Klæddi sig í sexí kattarbúning til að fá kærastann að hætta spila GTA5… en hann neitaði að hætta!!!!

Ónefnd kona, sem talin er ...