Close Menu
    Nýjar fréttir

    Epic Games gefur svikurum engan afslátt – höfðar mál gegn forriturum

    13.06.2025

    Esports World Cup 2025: Stærsta rafíþróttamót sögunnar haldið í Sádi-Arabíu

    12.06.2025

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Úr öskunni rís Element X – nýtt stórlið úr leifum EXO Clan og Element 6

    10.06.2025
    1 2 3 … 245 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Rafíþróttir
      • Xbox
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»PC leikir»Tölvuleikjaiðnaður á Íslandi undirritar sáttmála
    Hópurinn sem kom að undirbúningi sáttmálans, talið frá vinstri, Nanna Elísa Jakobsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins, Haukur Steinn Logason hjá CCP, Ívar Kristjánsson hjá 1939 Games, Erna Arnardóttir hjá CCP, Þorgeir F. Óðinsson hjá Directive Games, Ólafur Hrafn Steinarsson hjá Rafíþróttasamtökum Íslands, Alexandra Diljá Bjargardóttir hjá Game Makers Iceland og María Guðmundsdóttir hjá Parity.
    Hópurinn sem kom að undirbúningi sáttmálans, talið frá vinstri, Nanna Elísa Jakobsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins, Haukur Steinn Logason hjá CCP, Ívar Kristjánsson hjá 1939 Games, Erna Arnardóttir hjá CCP, Þorgeir F. Óðinsson hjá Directive Games, Ólafur Hrafn Steinarsson hjá Rafíþróttasamtökum Íslands, Alexandra Diljá Bjargardóttir hjá Game Makers Iceland og María Guðmundsdóttir hjá Parity.
    PC leikir

    Tölvuleikjaiðnaður á Íslandi undirritar sáttmála

    Chef-Jack17.09.2021Uppfært09.06.20253 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Hópurinn sem kom að undirbúningi sáttmálans, talið frá vinstri, Nanna Elísa Jakobsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins, Haukur Steinn Logason hjá CCP, Ívar Kristjánsson hjá 1939 Games, Erna Arnardóttir hjá CCP, Þorgeir F. Óðinsson hjá Directive Games, Ólafur Hrafn Steinarsson hjá Rafíþróttasamtökum Íslands, Alexandra Diljá Bjargardóttir hjá Game Makers Iceland og María Guðmundsdóttir hjá Parity.
    Hópurinn sem kom að undirbúningi sáttmálans, talið frá vinstri, Nanna Elísa Jakobsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins, Haukur Steinn Logason hjá CCP, Ívar Kristjánsson hjá 1939 Games, Erna Arnardóttir hjá CCP, Þorgeir F. Óðinsson hjá Directive Games, Ólafur Hrafn Steinarsson hjá Rafíþróttasamtökum Íslands, Alexandra Diljá Bjargardóttir hjá Game Makers Iceland og María Guðmundsdóttir hjá Parity.

    Fulltrúar Samtaka leikjaframleiðenda (IGI), Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) og Game Makers Iceland (GMI) undirrituðu sáttmála um öruggt starfsumhverfi nú í vikunni í höfuðstöðvum CCP í Grósku.

    Sáttmálinn er afdráttarlaus og sendir skýr skilaboð um heilbrigt starfsumhverfi í tölvuleikjaiðnaði. Í sáttmálanum kemur fram að samtökin líða ekki einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi af neinu tagi og munu markvisst vinna að því að koma í veg fyrir slíka óæskilega hegðun, grípa til aðgerða til að stöðva hana og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig auk þess að styðja við þolendur, að því er fram kemur á vef Samtaka Iðnaðarins.

    Samtökin telja að stjórnendur og leiðtogar innan sinna raða séu í lykilstöðu til að móta uppbyggilega menningu og góða ásýnd tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi. Öruggt starfsumhverfi verður einungis búið til með því að unnið verði í anda sáttmálans og með því að sýna faglegt viðmót sem einkennist af tillitssemi, kurteisi, virðingu og umburðarlyndi.

    Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda:

    „Leikjaiðnaður hefur vaxið hratt á undanförnum árum og starfsmönnum fjölgað ört. Til þess að við náum áframhaldandi efnahagslegri velsæld skiptir öllu máli að hver og einn upplifi virðingu og hvatningu í starfi. Jákvæðni er undanfari mannlegrar velgengni. Við þurfum öll gott og hvetjandi umhverfi ef við ætlum að ná árangri saman.“

    Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands:

    „Það er markmið okkar hjá RÍSÍ að byggja rafíþróttir fyrir alla og þá er mikilvægt að allir geti upplifað sig velkomna og örugga. Það gerist ekki af sjálfu sér, en rétt eins og við viljum vera leiðandi í barna- og unglingastarfi rafíþrótta í heiminum, þá viljum við einnig vera leiðandi þegar kemur að uppbyggingu á öruggu rafíþróttaumhverfi sem er laust við fordóma og áreitni.

    Umræðan í samfélaginu síðastliðna mánuði hefur sýnt það að mikilvægt er að hafa skýra umgjörð um þessi erfiðu mál. Því vildum við hvetja alla aðila innan okkar raða til þess að setja sér skýrar verklagsreglur og sameinast um það að fordæma hvers kyns ofbeldi og áreitni.“

    Alexandra Diljá Bjargardóttir, meðstofnandi grasrótarsamtakanna Game Makers Iceland:

    „Samtökin okkar hafa alltaf lagt mikla áherslu á að öllum líði eins og þau séu örugg og velkomin óháð kyni og bakgrunni. Við erum þess vegna gríðarlega stolt af því að fá að taka þátt í þessu mikilvæga skrefi og taka skýra afstöðu ásamt iðnaðinum gegn hvers kyns ofbeldi. Það er mikilvægt að senda þau skilaboð til starfsmanna og iðkenda að þau mál sem upp koma sem tengjast einelti, áreitni eða ofbeldi verði tekin föstum tökum og ekki sópað undir teppi.“

    Mynd: si.is/Birgir Ísleifur

    CCP Games Game Makers Iceland Ólafur Hrafn Steinarsson Rafíþróttasamtök Íslands Rafíþróttir
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Esports World Cup 2025: Stærsta rafíþróttamót sögunnar haldið í Sádi-Arabíu

    12.06.2025

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Úr öskunni rís Element X – nýtt stórlið úr leifum EXO Clan og Element 6

    10.06.2025

    Spennandi lokasprettur í PUBG: OMNI fagnar sigri á síðasta móti vorannar

    03.06.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.