[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / PUBG Studios kynnir nýjan skotleik, PUBG: Blindspot – Vídeó
Auglýsa á esports.is?

PUBG Studios kynnir nýjan skotleik, PUBG: Blindspot – Vídeó

PUBG Studios kynnir nýjan skotleik, PUBG: Blindspot - Vídeó

PUBG Studios, höfundar hins heimsfræga leiks PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG), hafa opinberlega kynnt nýjasta leikinn sinn, PUBG: Blindspot, sjá nánar á Steam hér.

Leikurinn, sem upphaflega var kynntur undir vinnuheitið „Project ARC“, er taktískur 5v5 skotleikur sem færir áhugaverðar nýjungar inn í PUBG-leikjasamfélagið.

PUBG Studios kynnir nýjan skotleik, PUBG: Blindspot - Vídeó

PUBG: Blindspot er ólíkur hefðbundnu „battle royale“ fyrirkomulagi PUBG: Battlegrounds en heldur engu að síður tengslunum við PUBG. Leikurinn blandar saman hröðum bardögum og taktískri hugsun, sem er dæmigerð PUBG-spilun.

Vídeó

Frægu Twitch-streamararnir Kickstart, Drassel, Gunner (þjálfari Soniq PUBG-liðsins), Suppress og fleiri láta ljós sitt skína í PUBG: Blindspot í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan:

Leikurinn gengur út á keppni á milli tveggja liða, þar sem annað liðið reynir að brjótast inn í svæði og afkóða dulkóðuðar upplýsingar, en hitt liðið varnar svæðinu og vinnur á því að koma í veg fyrir afkóðun.

PUBG Studios kynnir nýjan skotleik, PUBG: Blindspot - Vídeó

Leikurinn býður upp á 10 einstaka karaktera, þar sem hver og einn hefur sinn eigin hæfileika og vopn. PUBG Studios hefur ekki tilkynnt útgáfudag, en leikurinn verður kynntur í test-útgáfu sem hluti af Steam Next Fest dagana 21. til 28. febrúar 2025 (sjá nánar hér). Kynningarútgáfan mun innihalda: 10 persónur með mismunandi hæfileikum og búnaði.

Myndir: Steam

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

PlayerUnknown's Battlegrounds - PUBG

Brendan Greene segist ekki ætla að þróa PUBG 2

Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru engin ...