Heim / Lan-, online mót / Arena Gaming opnar í Turninum í Kópavogi
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Arena Gaming opnar í Turninum í Kópavogi

Arena Gaming

Það má með sanni segja að heimsklassa aðstaða fyrir rafíþóttir hefur verið opnað, en staðurinn heitir Arena Gaming og er staðsettur í 1100 fermetra húsnæði í Turninum í Kópavogi.

Á staðnum er lansvæði með rúmlega 100 tölvur í boði, æfingaaðstaða fyrir rafíþróttir, einkaherbergi fyrir vina,- og vinnustaðahópa.

Sérbúin keppnisherbergi og stúdío fyrir sjónvarpsútsendingar og að auki veitingastaðinn Bytes sem býður upp á fjölbreyttan matseðil.

Í vetur verða haldnir viðburðir á borð við Smash-bros tournament, Arcade night, LockIn’. Fjöldi viðburða í samstarfi við RÍSÍ eins og CS:GO Stórmeistaramót Vodafone-deildarinnar að ógleymdum áhorfs partíum fyrir alla stærstu rafíþrótta- og tölvuleikjatengda viðburði og svo margt fleira.

Hér er klárlega staður sem veitir úrvalsþjónustu fyrir þig og þínar tölvuleikja þarfir.

Með fylgir kynningarmyndband sem sjá má hér að neðan:

Mynd: www.arenagaming.is

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]