[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Góð ástæða fyrir því að önnur stikla úr GTA 6 hefur ekki verið birt – Þögn Rockstar er hluti af snjallri markaðsáætlun
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Góð ástæða fyrir því að önnur stikla úr GTA 6 hefur ekki verið birt – Þögn Rockstar er hluti af snjallri markaðsáætlun

Grand Theft Auto 6 (GTA 6)

Það er liðið rúmlega eitt ár síðan Rockstar Games gaf út fyrstu – og hingað til einu – stikluna fyrir Grand Theft Auto 6 (GTA 6). Síðan þá hefur lítið sem ekkert heyrst frá leiknum, hvorki skjámyndir né nýtt kynningarefni.

Þrátt fyrir langa bið hefur áhuginn á leiknum haldist ótrúlega mikill, sem kemur ekki á óvart þegar um er að ræða eitt stærsta leikjaheiti heims. Eins og kemur fram í umfjöllun DualShockers er þessi þögn ekki tilviljun. Hún er hluti af markaðsáætlun móðurfélags Rockstar Games, Take-Two Interactive.

Ákveðin þögn byggir upp spennu

Take-Two hefur meðvitað haldið aftur af frekari efni um leikinn einfaldlega vegna þess að þau vita að þau þurfa þess ekki. Nafn Grand Theft Auto stendur það sterkt að biðin ein og sér eykur eftirvæntingu meðal aðdáenda.

Í viðtali við Wall Street Journal, sem birt var á Bloomberg TV og RockstarIntel fjallaði um, ræddi Strauss Zelnick, forstjóri Take-Two Interactive, þessa nálgun. Hann lýsti því yfir að eftirvæntingin eftir GTA 6 væri sú mesta sem hann hefði séð í kringum neitt afþreyingarefni á ferli sínum.

„Við viljum viðhalda þessari eftirvæntingu og spennu.  Við eigum í samkeppni við fyrirtæki sem opinbera útgáfuáætlanir sínar mörg ár fram í tímann. En við höfum komist að því að fyrir okkur er betra að birta kynningarefni nær útgáfudegi leiksins.

Þannig getum við haldið spennunni gangandi á sama tíma og við örvum áhugann með því að láta fólk bíða.“

Ssagði Zelnick.

Zelnick viðurkenndi að þessi nálgun sé ekki alltaf gallalaus, en markmiðið sé að finna jafnvægið á milli væntinga og spennu.

Markaðsherferð hefst nær útgáfu

Þessi stefna bendir til þess að Take-Two muni hefja markaðsátak sitt – með nýjum stiklunum og kynningarefni – þegar nær dregur útgáfu leiksins. Eins og staðan er núna, er áætlað að GTA 6 komi út haustið 2025 á PlayStation 5 og Xbox Series X|S.

Margir í leikjaiðnaðinum fylgjast náið með þessum tímaplani, enda hefur áhrifasvið GTA 6 orðið svo víðtækt að önnur leikjafyrirtæki eru sögð fresta útgáfum sínum til að forðast að leikurinn skyggi á þeirra verk.

Hér er fyrsta – og hingað til eina – stiklan fyrir Grand Theft Auto 6 (GTA 6)

Það er þó enn óljóst hvort leikurinn muni ná settum útgáfudegi. Þrátt fyrir að Take-Two standi enn við áætlun sína um útgáfu haustið 2025, eru margir – þar á meðal höfundur fréttarinnar hjá DualShockers – sem telja að ekki væri ólíklegt að útgáfan frestist til ársins 2026.

Þegar GTA 6 loksins kemur út, má búast við að leikurinn verði eitt stærsta afþreyingaratriði heims og erfitt verði að standast spennuna sem fylgir þeirri útgáfu.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Facebook grúppan - Vefborði - Tölvuleikir, mót & fréttir - eSports.is

Um Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Ný stikla úr Grand Theft Auto VI vekur heimsathygli

Ný stikla úr Grand Theft Auto VI vekur heimsathygli

Rockstar Games hefur opinberað nýja ...