Heim / Lan-, online mót / Guðni Th. Jóhannesson, forseti, fékk Dusty treyju afhenta sem táknræna gjöf
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Guðni Th. Jóhannesson, forseti, fékk Dusty treyju afhenta sem táknræna gjöf

Guðni TH. Jóhannesson forseti Íslands og Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasamtaka Íslands á Bessastöðum

Guðni TH. Jóhannesson forseti Íslands og Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasamtaka Íslands á Bessastöðum

Í morgun átti Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) fund með Guðna TH. Jóhannessyni forseta Íslands.  Þar voru rafíþróttir ræddar og sammælst um það að mikilvægt væri að standa vel að rafíþróttum á Íslandi og byggja þær upp til að veita áhugamönnum um rafíþróttir og tölvuleiki tækifæri á að upplifa sig sem hluta af liðsheild, iðka sitt áhugamál í skipulögðu starfi og eigi möguleika á að skara framúr á alþjóðavettvangi, að því er fram kemur í tilkynnningu frá RÍSÍ á facebook.

Þá væri mikilvægt að gæta þess að hugað væri að líkamlegri og andlegri heilsu og vellíðan þegar kemur að rafíþróttum.

Ólafur afhenti Guðna Th. treyju frá rafíþróttaliðinu Dusty sem táknræna gjöf um þá framþróun sem hefur átt sér stað í rafíþróttum á Íslandi á stuttum tíma en Dusty hafa staðið sig vel bæði innanlands og erlendis í rafíþróttum á síðasta ári. Þá ber hæst að nefna þegar liðið sló út ríkjandi meistara Danmerkur í Norðurlandamóti League of Legends í sumar.

Mynd: facebook / Rafíþróttasamtök Íslands

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Íslenska rafíþróttaliðið Dusty

Dusty keppir á einu stærsta móti Evrópu

Íslenska rafíþróttaliðið Dusty hefur fengið ...