Það má með sanni segja að mikill hugur er í íslenska Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) samfélaginu, en núna stendur yfir könnun í facebook grúppu Cs 1.6 spilara um að setja upp lan í CS:GO.
“Endilega feedbackið allt í drasl svo ég viti stöðuna á mönnum” segir Shine í 1.6 grúppunni og stefnir á 8 til 10 lið á CS:GO lanið í sumar, en hann finnur fyrir miklum áhuga hjá íslenskum spilurum á leiknum þar sem mikið er spurt um hvort CS:GO er tölvuleikurinn sem að 1.6-arar eigi að fara spila.
Einnig stendur til að simnet komi til með að upp 128 tick CS:GO servera, en það er allt í vinnslu.
Ætli csgo.is facebook grúppan viti af laninu sem er í undirbúningi, þar er hugleiðing dagsins.
Aðstoðið okkur að koma eSports.is meira framfæri og póstið fréttunum inn á viðeigandi facebook grúppur 🙂