Heim / Lan-, online mót / Með atvinnumannasamning í tölvuleikjum
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Með atvinnumannasamning í tölvuleikjum

Jökull "Kaldi" Jóhannsson

Jökull “Kaldi” Jóhannsson
Mynd tekin á Dreamhack 2014

Jökull “Kaldi” Jóhannsson hefur skrifað undir atvinnumannasamning í tölvuíþróttum við bandaríska liðið Tempo Storm.  Jökull keppir undir merkjum Tempo Storm í leiknum Hearthstone, þar sem hann kallar sig Kaldi.

Ég spilaði Starcraft áður og hafði eitthvað upp úr því, en ekkert í fullu starfi. Síðan byrjaði ég á þessu af fullum krafti í byrjun árs,

segir Jökull í samtali við Viðskiptablaðið, en hann er 22 ára gamall. Utan þess að keppa fyrir hönd liðsins á mótum heldur hann úti síðu á streymisíðunni Twitch, auk þess sem hann hefur tekið að sér að lýsa mótum og keppnum í Hearthstone.

Þetta er mjög fínt. Ég er mikið að lýsa mótum erlendis og er mikið að ferðast út af því. Þetta er dálítið fjölbreytt, kannski er ég að lýsa móti einn daginn og er síðan að keppa í deildarkeppni daginn eftir,

segir hann.

Greint frá á vefsíðu Viðskiptablaðsins.

Tengdar fréttir:

  • Ekkert efni.

Mynd: aðsend

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Hearthstone

Eins og stelpur þurfi frekar að sanna sig

Það er eins og ég ...