Heim / Lan-, online mót / Pungarnir sigruðu í PUPG-mótinu í annað sinn
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Pungarnir sigruðu í PUPG-mótinu í annað sinn

Íslenska PUBG samfélagið

Hluti af Íslensku keppnis-liðunum stilltu sér upp fyrir myndatöku.
Mynd: pubg.com

Íslenska PUBG samfélagið hélt online mót í gærkvöldi, sunnudaginn 13. október og hófust herlegheitin klukkan 20:00.

Bein útsending var á mótinu og að auki var mótið sýnt á risaskjá í Next Level Gaming í Egilshöllinni. Það var 354 eSports sem sáu um beinu útsendinguna á twitch.tv/354community þar sem snapster og steypa sáu um að lýsa leikjunum af sinni alkunnu snilld. Draazil sá svo um að stýra observer.

Sex kort voru spiluð en þau voru 2x Erangel, 2x Miramar, 2x Taego og í þessari röð.

Er þetta í þriðja sinn sem að mótið er haldið og virðist áhuginn á PUBG mótinu ekki dvínað, en 16 lið voru skráð til leiks og þau voru: (raðað eftir stafrófsröð)

a7x
Eineggja
FRESH
Lost
Nic Cage Fan Club
Noob Squad
Old Goats
Oldies
Omni
PNGR
Strike Force Alpha
Stubbarnir
Team-Iceland
Trudalestin
Ulfur
Unique

Það var síðan Pungarnir sem hrepptu fyrsta sætið og það í annað sinn, sjá nánar hér. Í öðru sæti var íslenska liðið en þeir náðu fyrsta sætið á síðasta móti, sjá nánar hér og Ulfur hreppti brons verðlaunin.

LineUp liðanna í fyrstu þremur sætunum:

 PNGR

Jengah (Captain)
maNiiic
iamsyntex
JonCjr
JellyFizhH (Varamaður)

 Team-Iceland

Gazzman2k (Captain)
namano_10
Alb_Mco
Kongurinn8

 Ulfur

Herrasvakalegur (Captain)
Pygmymachine
Pugzly
4goTTeN-

Áætlað er að halda næsta online mót sunnudaginn 3. nóvember 2024.

Við óskum Pungunum innilega til hamingju með sigurinn.

Heildarstigin

Íslenska PUBG samfélagið - Online mót - Sunnudaginn 13. október 2024

Skjáskot af vefsíðu twire.gg

Horfðu á allt mótið hér

Hefst eftir 7 mínútur:

Styrktaraðilar

Eftirfarandi aðilar styrktu útsendinguna:

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG)

Fylgstu með Íslenska Pubg mótinu í kvöld í beinni

Í kvöld, sunnudaginn 22. september ...