Close Menu
    Nýjar fréttir

    Epic Games gefur svikurum engan afslátt – höfðar mál gegn forriturum

    13.06.2025

    Esports World Cup 2025: Stærsta rafíþróttamót sögunnar haldið í Sádi-Arabíu

    12.06.2025

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Úr öskunni rís Element X – nýtt stórlið úr leifum EXO Clan og Element 6

    10.06.2025
    1 2 3 … 245 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Rafíþróttir
      • Xbox
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»PC leikir»Stefna mótuð um rafíþróttir
    League of Legends
    PC leikir

    Stefna mótuð um rafíþróttir

    Chef-Jack23.12.2020Uppfært09.06.20252 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    League of Legends
    Úr tölvuleiknum League of Legends sem er einn af vinsælustu tölvuleikjum í heimi. Talið er að um 100-120 milljónir leikmanna hafi spilað leikinn á þessu ári.

    Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem móta á stefnu um hvernig efla megi umgjörð rafíþrótta hér á landi. Til rafíþrótta teljast meðal annars skipulagðar keppnir í ýmiskonar tölvuleikjum.

    Færst hefur í vöxt að tölvuleikir séu spilaðir á tengdum forsendum og iðkun íþrótta, þ.e. að þátttakendur keppi sín á milli í liðum, stundi markvissar æfingar og hugi að samspili líkamlegar og andlegrar heilsu til að ná betri árangri.

    Ráðgert er að hópurinn ljúki störfum í lok febrúar 2021 en aðalmenn í honum eru:

    • Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður, tilnefndur af Rafþróttasamtökum Íslands
    • Valgerður Þórunn Bjarnadóttir án tilnefningar
    • Victor Berg Guðmundsson tilnefndur af Samfés
    • Ragnheiður Sigurðardóttir tilnefnd af Ungmennafélagi Íslands
    • Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, tilnefnd af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

    „Tölvuleikir eru stór þáttur í afþreyingu fólks á öllum aldri og kringum þá er menning sem getur nýst á uppbyggilegan hátt á mörgum sviðum samfélagsins. Tölvuleikir eru margskonar og þróun þeirra geysilega hröð. Ég tel brýnt að við skoðum það umhverfi sem þegar hefur mótast um æfingar og mót í tölvuleikjum og mótum stefnu um næstu skref í því samhengi,“

    segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

    „Verðmæti skipulags félagsstarfs er óumdeilt á Íslandi en þó er fjöldi barna sem ekki finnur skipulagt starf sem hentar þeim. Það skýtur skökku við að eitt stærsta einstaka áhugamál íslenskra barna sé án umgjarðar og stuðnings. Með skipun starfshóps um rafíþróttir er mennta- og menningarmálaráðherra og hennar starfslið að sýna með afgerandi hætti að þeirra markmið er að vera til staðar og skapa uppbyggilegt umhverfi til framtíðar fyrir öll börn og ungmenni Íslands til jafns.

    Með skýrri stefnu í málefnum rafíþrótta má hefjast handa við að byggja rafíþróttaumhverfi í heimsklassa á Íslandi, sem styður við fjölbreyttan hóp tölvuleikjaáhugamanna sem í gegnum rafíþróttir skapa tengsl og þróa mikilvæga þætti eins og samvinnu, samskipti og heilbrigðan lífsstíl,“

    segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafþróttasamtaka Íslands og formaður starfshópsins.

    Mynd: leagueoflegends.com

    League of Legends Ólafur Hrafn Steinarsson Rafíþróttasamtök Íslands Rafíþróttir
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Esports World Cup 2025: Stærsta rafíþróttamót sögunnar haldið í Sádi-Arabíu

    12.06.2025

    Úr öskunni rís Element X – nýtt stórlið úr leifum EXO Clan og Element 6

    10.06.2025

    Spennandi lokasprettur í PUBG: OMNI fagnar sigri á síðasta móti vorannar

    03.06.2025

    Nýjungar í Valorant: Endurspilunarkerfi mun breyta rafíþróttaviðburðum – Vídeó

    01.06.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.