Path of Exile (PoE) sem hefur um langt skeið notið gríðarlegra vinsælda leikurinn var gefinn út af Nýsjálenska leikjaframleiðandanum Grinding Gear Games árið 2013. Leikurinn hefur ávallt verið ókeypis (free-to-play) en hann fer fram í myrkum og dularfullum heimi sem kallast Wraeclast, þar sem leikmenn verða að berjast til að lifa af.
Í fyrradag kom út Path of Exile 2 (PoE) og má vænta mikilla vinsælda og er auglýstur að verði frítt að spila en hér er um að ræða Early Access og til að spila hann á Steam þurfa leikmenn að borga 29.99 dollara.
Ekki er vitað hvenær hann verður ókeypis, hvort það verði eftir hálft ár eða eitt ár, þá hefur það engu að síður stöðvað leikmenn að kaupa hann, en um 1 milljón manns hafa keypt sér Early Access aðgang að leiknum sem er um 4 milljarða ísl kr.
Path of Exile 2, sem er hannaður af Grinding Gear Games var fyrst kynntur árið 2019 eftir margra ára þróun en töf var á útgáfu leiksins vegna heimsfaraldursins Covid og er eins áður segir að koma fyrst út í fyrradag.
PoE 2 er ekki algjörlega aðskilinn leikur, heldur hluti af stærri uppfærslu við upprunalega leikinn. Með PoE 2 eru bæði nýir eiginleikar og miklar endurbætur á leiknum.
Mynd: pathofexile2.com