[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / PC leikir / Engar áhyggjur, Css Simnet serverarnir koma aftur upp
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Engar áhyggjur, Css Simnet serverarnir koma aftur upp

css serverar 23.04.2013Þó nokkuð stórar uppfærslur hafa orðið á Steam síðustu daga sem hefur haft þær afleiðingar að Counter Strike:Source serverar hafa legið niðri og eru íslensku serverarnir þar með taldir.  Sumir admin´s hafa brugðist skjótt við uppfærslunni eins og sjá má game-monitor.com og eru nokkrir íslenskir css serverar nú þegar uppi.

Fjölmargir íslenskir Css spilarar hafa sent skilaboð á fréttaritara eSports.is og forvitnast með Simnet serverana, en þeir hafa ekki komið upp eftir uppfærsluna.  eSports.is athugaði í herbúðir Simnet manna og ræddi þar við Kruzer einn af lykilmönnum á Simnet serverunum um hvort vænta megi serverana upp á næstunni.

Já þeir koma upp, en það er bara mikið að gera hjá starfsmönnum Símans sem sjá um þetta á hinum endanum.  Það var eitthvað vandamál með marga servera eftir síðustu Cs:source uppfærslu þannig að það er aðeins meiri vinna við að setja þá aftur í gang en vanalega, sagði Kruzer í samtali við eSports.is.


Mynd: Skjáskot tekið 23. apríl 2013 af vefnum game-monitor.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

The Crew

Ubisoft: Þú átt ekki leikinn sem þú keyptir

Ubisoft hefur staðið frammi fyrir ...