[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Myndaveisla frá einni glæsilegustu hátíð CCP til þessa – næsta Fanfest í maí 2026
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Myndaveisla frá einni glæsilegustu hátíð CCP til þessa – næsta Fanfest í maí 2026

Myndaveisla frá einni glæsilegustu hátíð CCP til þessa – næsta Fanfest í maí 2026

Fanfest hátíðin 2025, helsti viðburður EVE Online samfélagsins, fór fram í Reykjavík dagana 1. – 3. maí í Hörpu og segir leikjafyrirtækið CCP að um hafi verið að ræða eina þá glæsilegustu frá upphafi.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um EVE Fanfest 2025

Í tilkynningu frá CCP kemur fram að síðustu dagar hafi einkennst af kraftmiklum kynningum, áhugaverðum umræðum og skemmtilegum samræðum milli leikmanna – jafnt á sviði sem og á göngum Hörpu. Slík augnablik eru sögð gera EVE Fanfest að einstökum viðburði í leikjaheiminum.

Sjá einnig: EVE Fanfest 2025 hafið með pompi og prakt

„VVið hjá CCP berum þakkir til ykkar allra fyrir að leggja leið ykkar til Íslands, fyrir að miðla ykkar eldmóði og fyrir þá óbilandi tryggð við alheim EVE sem hefur lifað og þróast með ykkur. Það eru orkan ykkar, sögurnar og eldmóðurinn sem halda EVE á lífi,“ segir í tilkynningunni.

Sjá einnig: Fjölbreytt dagskrá í Hörpu – EVE Fanfest í fullum gangi

CCP hefur jafnframt staðfest dagsetningu næstu hátíðar: EVE Fanfest 2026 fer fram dagana 14.–16. maí á næsta ári, og undirbúningur er þegar hafinn.

Myndir: facebook / EVE Online

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Bak við tjöldin í tölvuleikjaheiminum - CCP heldur kvöldviðburð í Grósku

Bak við tjöldin í tölvuleikjaheiminum – CCP heldur kvöldviðburð í Grósku

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum ...