Heim / PC leikir / Áfram með smjerið!
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Áfram með smjerið!

PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG)

PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG)

Íslenska PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) samfélagið er heldur betur að vakna til lífs síns með móthald, en online mót verður haldið sunnudaginn 22. september nææstkomandi.

Síðasta mót var haldið 1. september s.l. þar sem Pungarnir hrepptu 1. sætið. Alls tóku 15 lið þátt í mótinu og er stefnan tekin á 18 lið á sunnudaginn nk.

Sjá einnig: Pungarnir sigruðu í íslenska PUBG mótinu

Fyrirkomulagið á skráningu liða er fyrstir koma fyrstir fá og er hægt að skrá liðið með því að smella hér.

Fyrirkomulagið verður að öllu líkindum svipað og síðast, en verður hækkað í 6 kort.

Hægt er að fylgjast vel með mótinu á Íslenska PUBG facebook hópnum hér.

Mynd: pubg.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG)

Fylgstu með Íslenska Pubg mótinu í kvöld í beinni

Í kvöld, sunnudaginn 22. september ...