Rafíþróttaliðið Wildcard Gaming hefur vakið mikla athygli innan Counter-Strike samfélagsins eftir að félagið ákvað að færa tvo af lykilmönnum sínum, Peter ‘stanislaw’ Jarguz og Love ‘phzy’ Smidebrant, á bekkinn.
Recently, we’ve placed @peterjarguz and @phzycs on the bench.
From Austin to Shanghai and beyond — thank you both for your hard work with this organization. 💙❤️ pic.twitter.com/vBKvlTixL7
— Wildcard (@Wildcard_GG) July 1, 2025
Ákvörðunin kom mörgum í opna skjöldu – bæði leikmönnum og aðdáendum – og hefur hún verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum.
Mikilvægir leikmenn teknir úr umferð
Stanislaw, sem gegndi hlutverki skipuleggjanda liðsins (IGL) og hafði stýrt Wildcard frá upphafi CS2 verkefnisins, lýsti vonbrigðum sínum í færslu á X (áður Twitter):
„Þetta er sárra en orð fá lýst. Ég lagði tvö ár í þetta verkefni og hafði einlægan áhuga á að byggja liðið upp frá grunni. Ég hafði aðra sýn en stjórnendur, og því lauk samstarfið með þessum hætti.“
Devastating. Invested almost two years into this project, and for it to end this way is heartbreaking. That’s esports. I wanted to rebuild my way but management had different ideas. I’m not finished with competing, especially when I was so close to being back at the top. https://t.co/a5xJBvg2Bu
— Peter Jarguz (@peterjarguz) July 1, 2025
Phzy, sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins og haldið uppi HLTV-einkunn upp á 1.13 síðustu sex mánuði, tjáði sig einnig:
„Að vera færður á bekkinn kom mér á óvart. Þetta var ekki það sem ég vonaðist eftir, en ég virði ákvörðun félagsins. Ég er þó enn metnaðarfullur og vil spila á hæsta stigi.“
Came as a bit of a surprise getting benched, obviously not what I wanted but I respect the organization’s decision.
We had a very good run together, and i’m proud of what we achieved. I’m still hungry to perform and play at the highest level. We’ll see what’s next for me. 🫡
— phzy (@phzycs) July 1, 2025
Óljós stefna Wildcard
Wildcard hefur enn ekki greint frá hverjir taka við lykilhlutverkum innan liðsins. Hins vegar berast nú fregnir af áhuga félagsins á Jaxon ‘Peeping’ Cornwell, sem nú spilar með Nouns. Slík tilfærsla gæti þó haft alvarlegar afleiðingar fyrir þátttöku liðsins í keppnum, þar sem hún gæti rofið þriggja manna kjarna (core) og þannig haft áhrif á svokölluð VRS-stig (Valve Regional Standings).
Samkvæmt reglum Valve geta slík stig ákvarðað hvort lið fær beinan aðgang að stórmótum eða þarf að fara í forkeppni. Missi Wildcard kjarna sinn, gæti það sett liðið í erfiða stöðu varðandi komandi keppnistímabil.
Harðorð gagnrýni úr röðum fagaðila
Ákvörðun Wildcard hefur ekki farið fram hjá reynsluboltum í greininni. Erik ‘fl0m’ Flom, fyrrverandi atvinnumaður og streymisveitandi, lét hafa eftir sér:
„Að láta bæði stjórnanda liðsins og besta AWP-leikmanninn fara bendir til þess að þeir vilji einfaldlega slíta liðið.“
Svipaðar skoðanir komu fram hjá Mike ‘DarfMike’ Winnick, í norður-amerísku CS-senunni:
„Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvernig Wildcard mun líta út á næstu leiktíð.“
I have absolutely no idea what Wildcard is going to look like next season. Quite disappointing to see it come apart like this. This season was rough but they felt like a roster that could genuinely punch up and grow. Plus the VRS change means Sonic would be NA now. https://t.co/yL1vy4RzLf
— DarfMike (@DarfMike) July 1, 2025
Leikmaðurinn Bobby ‘stamina’ Eitrem bætti við:
„Norður-Ameríka á í vandræðum með að halda í tier-1 IGL leikmenn – að sjá þann eina sem við eigum vera færðan á bekkinn er vægast sagt niðurlægjandi.“
Framtíðin óljós
Framundan er óvissutími hjá Wildcard. Ef félagið tekst ekki að viðhalda kjarna sínum, mun það tapa VRS-stigum og þurfa að endurbyggja stöðu sína frá grunni. Í millitíðinni eru bæði stanislaw og phzy orðnir lausir og gætu orðið eftirsóttir hjá öðrum liðum á alþjóðavísu.
Mynd: x.com / Wildcard / Blast.tv