Heim / PC leikir / Engar áhyggjur, Css Simnet serverarnir koma aftur upp
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Engar áhyggjur, Css Simnet serverarnir koma aftur upp

css serverar 23.04.2013Þó nokkuð stórar uppfærslur hafa orðið á Steam síðustu daga sem hefur haft þær afleiðingar að Counter Strike:Source serverar hafa legið niðri og eru íslensku serverarnir þar með taldir.  Sumir admin´s hafa brugðist skjótt við uppfærslunni eins og sjá má game-monitor.com og eru nokkrir íslenskir css serverar nú þegar uppi.

Fjölmargir íslenskir Css spilarar hafa sent skilaboð á fréttaritara eSports.is og forvitnast með Simnet serverana, en þeir hafa ekki komið upp eftir uppfærsluna.  eSports.is athugaði í herbúðir Simnet manna og ræddi þar við Kruzer einn af lykilmönnum á Simnet serverunum um hvort vænta megi serverana upp á næstunni.

Já þeir koma upp, en það er bara mikið að gera hjá starfsmönnum Símans sem sjá um þetta á hinum endanum.  Það var eitthvað vandamál með marga servera eftir síðustu Cs:source uppfærslu þannig að það er aðeins meiri vinna við að setja þá aftur í gang en vanalega, sagði Kruzer í samtali við eSports.is.


Mynd: Skjáskot tekið 23. apríl 2013 af vefnum game-monitor.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...