Heim / PC leikir / Ground Zero flytur – Gamla húsnæðið verður rifið
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Ground Zero flytur – Gamla húsnæðið verður rifið

Ground Zero

Hér verður nýja húsnæði Ground Zero

Nú er unnið hörðum höndum að gera húsnæði við Grensásveg 16 tilbúið fyrir okkur tölvunördana, en þar mun nýja Ground Zero húsnæðið vera staðsett.

Ástæðan fyrir flutningnum er að húsnæðið sem Gound Zero er í núna við Frakkastíg 8 verður rifið í nóvember.

Framkvæmdir við Grensásveg 16 í fullum gangi:

 

Áætlað er að Gound Zero flytur um mánaðarmótin október/nóvember næstkomandi.

Ground Zero - Frakkastígur 8

Húsnæði Ground Zero við Frakkastíg 8 verður rifið. Á Frakkastígsreitinum verður byggt nýtt steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með fimmtán íbúðum á efri hæðum, verslun og þjónustu á jarðhæð og bílakjallara og er kostnaðurinn áætlaður um 3 til 4 milljarða króna.

 

Myndir af framkvæmdum: af facebook síðu Ground Zero.

Aðrar myndir: skjáskot af google korti.

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara