Heim / PC leikir / Ground Zero lokar fyrir fullt og allt í lok október
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Ground Zero lokar fyrir fullt og allt í lok október

G-Zero er staðsett við Grensásveg 16 í Reykjavík.

G-Zero er staðsett við Grensásveg 16 í Reykjavík.

Það er komið að leiðarlokum hjá Ground Zero, sem stofnað var árið 2002, en lansetrið lokar fyrir fullt og allt í lok október, að því er fram kemur í tilkynningu frá G-Zero í dag.

Í tilkynningu segir að G-Zero hafi gengið í gegnum ýmislegt frá því að lansetrið var fyrst opnað árið 2002, lifað af tvenna flutninga, eitt efnahagshrun og gengisfellingar.

Það var svo Covid sem fór illa með fyrirtækið að nú er komið að leiðarlokum.

“Án ykkar hefði þetta aldrei gengið svona lengi, þetta er búinn að vera, oft á tíðum, frábær tími og við eignast marga góða vini.”

Segir í tilkynningu, en G-Zero vinnur nú að því að selja allar tölvurnar.

Mynd: facebook / Gzero Gaming

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]