Heim / PC leikir / Íslenska clanið VECA komnir í myRevenge samtökin
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenska clanið VECA komnir í myRevenge samtökin

Íslenska Counter Strike:Source liðið VECA hefur undirritað samning við þýsku alþjóðlegu samtökin myRevenge og eru þar með orðnir myR.is.  myRevenge inniheldur fjölmörg lið til að mynda CS 1.6, CS:S, CoD 4, DotA 2, LoL, DoD:S, FIFA, Sc 2.

myRevenge eru fín samtök og eru með góða CSS spilara hjá sér, myR.italy er með gott lineup og þar á meðal Ítalska landsliðskappann Kimera.  Síðan eru myR.Russia og myR.Romania sem inniheldur góða leikmenn.

Lineup hjá myR.is:

myR.is Dannoz – (Legit Caller)
myR.is Reynz1 – (Callaður “The soldier”)
myR.is syntex – (Þykist vera Wappinn)
myR.is viruz – (Gerir ekki annað en að sofa)
myR.is hejhej_hundene – (Gerir grín að óförum annarra)
myR.is TMZY – (Noodles)

myR.is eru skráðir í online mótið Cevo og eru fjölmörg góð lið skráð í keppnina, VG, mTw, AA, Tt D, TDL svo eitthvað sé nefnt og í verðlaun eru tæp 270 þúsund (1600 Evrur), þannig að það er til mikils að vinna.

Síðasti leikur hjá myR.is í mótinu var við myR.Romania.

“Hann var slappur, töpuðum honum 16-10.  En tókum svo pracc leik vs þeim síðar og tókum þá 16-9 í sama mappi.  Eigum allt í þessa stráka í myR.Ro en við sýndum það bara ekki í CEVO leiknum”, sagði Reynz1 í samtali við eSports.is aðspurður um hvernig leikur vs myR.Romania gekk.

Hvað hefði mátt fara betur?
Allt eiginlega, tókum skitinn pracc leik vs TDL fyrir hann, og fórum ekki inn í leikinn eins og við vildum.  Hefðum bara átt að taka okkur smá tíma, taka pracc leik á móti öðrum heldur en TDL.  Vorum ekki að ná pikkum, vorum ekki að tala saman nógu vel, en við erum bara að læra inná hvern annann í þessu clani og mér finnst bara hver dagur verða betri og betri.

Heimasíða myRevenge: www.myrevenge.net

Fylgstu með eSports.is á facebook hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...