Fanfest hátíðin 2025, helsti viðburður EVE Online samfélagsins, fór fram í Reykjavík dagana 1. – 3. maí í Hörpu og segir leikjafyrirtækið CCP að um hafi verið að ræða eina þá glæsilegustu frá upphafi.
Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um EVE Fanfest 2025
Í tilkynningu frá CCP kemur fram að síðustu dagar hafi einkennst af kraftmiklum kynningum, áhugaverðum umræðum og skemmtilegum samræðum milli leikmanna – jafnt á sviði sem og á göngum Hörpu. Slík augnablik eru sögð gera EVE Fanfest að einstökum viðburði í leikjaheiminum.
Sjá einnig: EVE Fanfest 2025 hafið með pompi og prakt
„VVið hjá CCP berum þakkir til ykkar allra fyrir að leggja leið ykkar til Íslands, fyrir að miðla ykkar eldmóði og fyrir þá óbilandi tryggð við alheim EVE sem hefur lifað og þróast með ykkur. Það eru orkan ykkar, sögurnar og eldmóðurinn sem halda EVE á lífi,“ segir í tilkynningunni.
Sjá einnig: Fjölbreytt dagskrá í Hörpu – EVE Fanfest í fullum gangi
CCP hefur jafnframt staðfest dagsetningu næstu hátíðar: EVE Fanfest 2026 fer fram dagana 14.–16. maí á næsta ári, og undirbúningur er þegar hafinn.
Myndir: facebook / EVE Online
EVE Fanfest 2025 opens to the public #EVE #EVEFanfest #EVEFanfest2025 pic.twitter.com/SsgM6EltHZ
— Shacknews (@shacknews) May 2, 2025
HAPPY DAY 1 OF #EVEFANFEST2025
THIS PHOTO WOULD NOT HAVE HAPPPENED WITHOUT @SwitchHitGames1, helped me rally the crowd like a BOSS.
EVE ENJOYERS ASSEMBLE👏👏👏👏👏@EveOnline @CCPGames pic.twitter.com/xQQG3B25Db
— lorumerth 🔜 #EVEFanfest2025 (@lorumerth) May 2, 2025
I tried to sign as many posters as I could #tweetfleet #eveonline pic.twitter.com/kBW8VIOP3w
— Rixx Javix (@RixxJavix) May 3, 2025