Ubisoft hefur gefið út nýja CGI-stiklu fyrir væntanlegan leik sinn, Assassin’s Creed Shadows, sem kemur út á Steam þann 20. mars.
Sjá einnig: Assassin’s Creed Shadows ritskoðað í Japan: Aflimun bönnuð
Stiklan gefur leikmönnum innsýn í söguhetjurnar Naoe og Yasuke, sem feta sig í gegnum stórbrotið umhverfi miðaldajapans í sögulegu hasarævintýri.
Leikurinn er nú fáanlegur í forpöntun á Steam.
Mynd: assassinscreed.com