Pólska þróunarfyrirtækið 3R Games, sem vakti heimsathygli með Thief Simulator VR: Greenview Street, hefur nú sent frá sér Cave Crave – frumlegan og kraftmikinn sýndarveruleik þar sem notandinn fer í ógleymanlega hellakönnun. Leikurinn er nú fáanlegur á Meta Quest og kemur út á PlayStation VR2 þann 10. júlí.
Leikurinn er gefinn út af Take IT Studio! og hefur þegar náð inn á lista yfir 50 söluhæstu titla á Meta Quest. Í leiknum er lögð rík áhersla á hreyfistýrða upplifun – þar sem líkamlegar athafnir eins og klifur, skrið og þrengsli eru hluti af upplifuninni – og býður hann upp á það sem þróunarteymið lýsir sem „raunverulegustu hellakönnun sem boðið hefur verið upp á í sýndarveruleika,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Take IT Studio.
Ný nálgun á hellaskoðun
Cave Crave býður upp á margþætta og líkamlega leikupplifun þar sem raunsæi, hreyfing og afþreying fara saman á áhrifaríkan hátt:
Sérsmíðuð hellakerfi, náttúrulegt umhverfi, leiðarmerking með krít, frjálst klifur, öndunarstýring og þrengsli.
Lofar áframhaldandi þróun og viðbótarefni
Leikurinn verður áfram þróaður eftir útgáfu með reglulegum, ókeypis uppfærslum sem munu innihalda ný kortasvæði, viðbætur við söguna og nýja spilunareiginleika. Markmiðið er að halda jafnvægi milli kröfuharðra könnuða og þeirra sem vilja einfaldari upplifun.
Myndir: aðsendar