Close Menu
    Nýjar fréttir

    PUBG: NCFC heldur afmælismót til heiðurs Alex „Exik0n“

    13.07.2025

    Lara Croft alls staðar – nema í nýjum Tomb Raider-leik

    12.07.2025

    Fyrrverandi stjórnendur Unknown Worlds stefna Krafton – krefjast 35 milljarða króna

    12.07.2025

    YNk: „Það er aðeins ein leið fyrir s1mple að komast aftur á toppinn“

    11.07.2025
    1 2 3 … 260 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Incoming
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Xbox
      • Rafíþróttir
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured
      50

      Leikjarýni: Tónlistin heillar, en leikurinn sjálfur nær ekki sömu hæðum – þarfnast enn talsverðrar yfirferðar

      Chef-Jack30.06.2025
      Recent
      5.0

      Leikjarýni: Tónlistin heillar, en leikurinn sjálfur nær ekki sömu hæðum – þarfnast enn talsverðrar yfirferðar

      30.06.2025
      6.0

      Leikjarýni: Run Pizza Run – Hraði, hætta og heit pizza

      26.06.2025
      6.0

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Fréttabréf
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Rafíþróttir - Lan-, online mót»PUBG: NCFC heldur afmælismót til heiðurs Alex „Exik0n“
    PUBG – PlayerUnknown’s Battlegrounds - aespa
    Þegar NCFC heldur afmælismót, mætir aespa með pönnu og attitude.
    Rafíþróttir - Lan-, online mót

    PUBG: NCFC heldur afmælismót til heiðurs Alex „Exik0n“

    Chef-Jack13.07.20252 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    PUBG – PlayerUnknown’s Battlegrounds - aespa
    Þegar NCFC heldur afmælismót, mætir aespa með pönnu og attitude.

    NCFC eSports boðar til glæsilegs sumarafmælismóts í PUBG: Battlegrounds sunnudaginn, 20. júlí, til heiðurs einum af burðarásum félagsins, Alex „Exik0n“, sem fagnar þá afmæli.

    Mótið fer alfarið fram á netinu og hefst stundvíslega kl. 20:00. Þar etja leikmenn kappi í hinum sívinsæla skotleik PUBG: Battlegrounds, og má búast við spennandi keppni og líflegri þátttöku. Þátttaka er ókeypis og opin öllum – bæði liðum og einstaklingum sem vilja taka slaginn.

    Skráning hafin – bæði lið og einstaklingar velkomin

    Mótið er tilvalið tækifæri fyrir spilara að hittast á vígvellinum og njóta kvöldsins. Þeir sem skrá sig sem einstaklingar verða paraðir saman í lið, þannig að enginn þarf að sitja hjá þótt hann sé ekki með liði. Skipuleggjendur leggja ríka áherslu á að allir fái notið sín, hvort sem um er að ræða vana keppendur eða nýliða í PUBG-senunni.

    PlayerUnknown's Battlegrounds - PUBG
    Orðrómur gengur um vígvöllinn: Biker4Life mætir á afmælismótið – með aespa á repeat og M416 í hendi.

    Virðingarvottur við lykilmann samfélagsins

    Afmælismótið er tileinkað Alex „Exik0n“, sem um árabil hefur verið áberandi spilari innan NCFC og íslenska PUBG-samfélagsins. Með mótinu vilja félagar hans og samstarfsmenn heiðra framlag hans og fagna afmæli hans með stæl.

    Þegar þetta er ritað hafa átta lið þegar skráð sig til keppni og stefnir því allt í öflugt og spennandi kvöld þar sem keppnisskap og vinátta fara hönd í hönd.

    Nánari upplýsingar og skráning

    Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Skráning fer fram í gegnum þetta skjal hér. Athugið að mótið hefst kl. 20:00 sunnudaginn 20. júlí og er þátttaka ókeypis.

    NCFC sendir öllum keppendum og áhorfendum baráttukveðjur – og minnir á: Sjáumst á vígvellinum.

    Mynd: pubg.com

    PUBG - PlayerUnknown's Battlegrounds
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    YNk: „Það er aðeins ein leið fyrir s1mple að komast aftur á toppinn“

    11.07.2025

    Hvað þéna atvinnumenn í Counter-Strike?

    10.07.2025

    Esports-veldið rís í Sunderland – Stærsta rafíþróttaverkefni Bretlands komið á koppinn

    09.07.2025

    Klaufalegt atvik í CS2 vekur heimsathygli – Leikjahöfundur CS2 tjáir sig: „Gott að vita að einhver spilaði verr en ég“

    07.07.2025
    Við mælum með

    Klaufalegt atvik í CS2 vekur heimsathygli – Leikjahöfundur CS2 tjáir sig: „Gott að vita að einhver spilaði verr en ég“

    07.07.2025

    Flock Off! – Fjórir vinir, eitt hálendi og fullt af zombíukindum – nýr íslenskur tölvuleikur kynntur

    26.06.2025
    6.0

    Leikjarýni: Run Pizza Run – Hraði, hætta og heit pizza

    26.06.2025

    eSports.is með glænýja heimasíðu: Áherslan á rafíþróttir og leikjamenningu aukin til muna

    19.06.2025
    1 2 3 Next
    Mest lesið
    • Klaufalegt atvik í CS2 vekur heimsathygli - Leikjahöfundur CS2 tjáir sig: „Gott að vita að einhver spilaði verr en ég“
      Klaufalegt atvik í CS2 vekur heimsathygli – Leikjahöfundur CS2 tjáir sig: „Gott að vita að einhver spilaði verr en ég“
      07.07.2025
    • Oleksandr „s1mple“ Kostyliev, einn þekktasti leikmaður Counter-Strike í heiminum, að störfum með FaZe Clan á Intel Extreme Masters móti í Dallas 2025. Efstu atvinnumenn í CS2 njóta nú sambærilegra kjara og margir atvinnuíþróttamenn.
      Hvað þéna atvinnumenn í Counter-Strike?
      10.07.2025
    • VOID Interactive svarar gagnrýni: Ready or Not ekki ritskoðað - Ofbeldi áfram leyft – en nærföt sett á gíslana
      VOID Interactive svarar gagnrýni: Ready or Not ekki ritskoðað – Ofbeldi áfram leyft – en nærföt sett á gíslana
      08.07.2025
    • Allir óléttir í Sims 4 - jafnvel vampírur og unglingar!
      Allir óléttir í Sims 4 – jafnvel vampírur og unglingar!
      10.07.2025
    • Steel Hunters hættir áður en hann nær flugi - „Ekki sjálfbært að halda áfram“ segir Wargaming
      Steel Hunters hættir áður en hann nær flugi – „Ekki sjálfbært að halda áfram“ segir Wargaming
      09.07.2025
    Leikjarýni í vinnslu

    3. júlí 2025
    Engin leikjarýni er í vinnslu eins og er.

    30. júní 2025
    Nýjasta leikjarýnin komin út – The Book of Aaru.

    26. júní:
    Nýleg leikjarýni: – Run Pizza Run

    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.