Heim / Ritstjórnarstefna
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Ritstjórnarstefna

Ritstjórnarstefna eSports.is

eSports.is fjallar fyrst og fremst um Íslenska leikjasamfélagið, hvort sem það eru keppnir af online eða lanmótum, fréttir af misþekktum íslenskum spilurum, glens og grín, þó aðallega grín.

eSports.is er vefrit um málefni Electronic sports. Því er sinnt í áhugamennsku, bæði hvað varðar ritstjórn og fréttaritun. Því er hvorki hægt að lofa því að á hverjum degi birtist nýjar fréttir né að tekið verði á öllu sem máli skiptir eða sagt frá öllum atburðum. Það fer eftir dugnaði og áhugamálum ritstjórnar, fréttamönnum og þeirra sem senda vefnum fréttir og frásagnir hverju sinni hvað er fjallað um og hvort eSports.is er öflugur og kraftmikill miðill. Ef menn hafa áhuga á umfjöllun um einstök málefni geta þeir ávallt haft samband við ritstjóra og slegist í hóp þeirra sem senda vefnum efni um þau málefni sem þeir hafa áhuga á. Best væri að þeir sem senda inn efni væru sem flestir, þó sumir þeirra geri það bara einstöku sinnum.

eSports.is hefur samt ákveðna ritstjórnarstefnu. Vefritið hefur sérstakan áhuga á fyrstu persónu skotleiki, herkænsku leiki og/eða hinir venjulegu sport leiki. Í þessum leikjum keppa bæði áhuga-, og atvinnumenn.  Einnig er skrifað almennt um aðra leiki sem ekki flokkast undir eSports.

eSports.is hefur mikinn áhuga fyrir aukinni spilamennsku í hinum ýmsum leikjum og er sameiginlegt eSports.is manna að vinna markvisst að þeirri stefnu.

eSports.is vill auka samheldni og samstöðu í leikjarmenningunni. Sjálft ætlar esports.is að reyna að leggja sitt af mörkum með því að auka flæði upplýsinga milli allra leikja. Auk þess er ætlunin að esports.is verði að skemmtilegum og áhugaverðum vettvangi fyrir umræðu um málefni á leikjarmenningunni að hverju sinni. eSports.is tekur strangt á allri óviðunandi umræðu á spjallborði esports.is.

Allt efni á vefnum er frá esports.is nema annað sé tekið fram. Öllum er fjálst að nota efnið að því tilskildu að heimildar sé greinilega getið.

VIRÐING ER Í HÁVEGUM HÖFÐ HÉR Á ESPORTS.IS
Komdu fram við náungann eins og þú vilt að náunginn komi fram við þig.

Svara