Heim / PC leikir / Þegar WarDrake tekur sig til, þá er þetta útkoman | Ætlar að gera flotta klippu fyrir Íslenska CS:GO samfélagið
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Þegar WarDrake tekur sig til, þá er þetta útkoman | Ætlar að gera flotta klippu fyrir Íslenska CS:GO samfélagið

WarDrake

WarDrake ættu margir í Íslenska leikjasamfélaginu að kannast við enda “gamall” nagli í bransanum.  Einhverjir bakþankar fóru í gang hjá WarDrake eftir að hafa margsinnis sagt nei við spilara um að gera klippur, en hann er einn af þeim sem gerir rugl flottar klippur.

Meðfylgjandi er tilkynningin frá WarDrake sem birtst á facebook síðu Íslenska CS:GO samfélagsins:

Ég hef verið ansi duglegur að segja nei uppá síðkastið, þ.e.a.s þegar einstaklingar hafa verið að biðja mig að gera stutta klippur handa þeim, hvort sem það var bara 1-2kills eða movie.

En núna ætla ég að sýna smá lit, svo ég hugsaði með mér að gera 1stk stutta klippu handa einhverjum hérna inni, sem væri í anda fyrri videóa minna, 1.30-2min langt. 10 klippur af awp flicks frá mér ætti að vera ágætt í bili.

Ég set engin skilyrði á getu spilarans sem verður handhófskennt valinn, einungis að hann eigi nokkur demós sem eru nothæf núna, svo ég geti byrjað og geti bætt fleiri við ef þess sé þörf. Hafði hugsað mér að byrja á þessu verkefni í næstu viku.

Svo þetta sé á hreinu, þetta er fyrir einhvern einstakling, ekki samansafn af klippum frá mörgum spilurum (kannski nenni ég að gera svoleiðis einhverntímann).
Þarf að luma á nokkrum replays, 1.30mins movie er alveg lágmark 12 scenes, ef þú lumar ekki á svoleiðis, en ert að spila á fullu þá er það í lagi svo lengi sem þú getur bætt smá efni við.

Sá sem verður fyrir valinu þarf að sætta sig við að velja lag, úr lögum sem ég vil nota, verður 3-4 valmöguleikar sem sá einstaklingur fær að síðan að velja úr (harðstjóri).

Til að eiga séns að ég geri klippu handa ykkur, smellið commenti á póstinn og eftir 2-3 daga verður einhver RNG´aður úr commentunum, auðvitað vil ég sjá sem flesta, eykur líkur á því að ég geri þetta aftur.

Ef þið hafið misst af spamminu mínu af clips hérna inni þá getiði kíkt á www.youtube.com/user/vigginn og séð þar fyrri verk.

That is all.

Hér að neðan er má sjá eina klippu en þar fer sjálfur meistarinn að kostum:

 

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara