Close Menu
    Nýjar fréttir

    Vitality fagna öðrum Major-titli – sigruðu The MongolZ í úrslitum Austin Major

    23.06.2025

    Star Wars Battlefront II í sögulegu lágmarki á Steam

    22.06.2025

    Reddit notandi afhjúpar sölutölur SEGA

    22.06.2025

    Post Malone leiðir opnunarhátíð Esports World Cup 2025 í Sádi-Arabíu

    22.06.2025
    1 2 3 … 250 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Incoming
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Xbox
      • Rafíþróttir
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured
      60

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent
      6.0

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Fréttabréf
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Console leikir»Þessir skotleikir verða algjör sprengja! Heitustu leikirnir 2025
    Þessir skotleikir verða algjör sprengja! Heitustu leikirnir 2025
    Console leikir

    Þessir skotleikir verða algjör sprengja! Heitustu leikirnir 2025

    Chef-Jack03.02.2025Uppfært23.06.202510 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link

    Árið 2025 lítur út fyrir að verða spennandi fyrir aðdáendur skotleikja, með fjölmörgum nýjum útgáfum sem lofa spennandi spilun.  Hér er yfirlit yfir nokkra af mest spennandi skotleikjunum sem koma út á þessu ári.

    FragPunk

    FragPunk
    FragPunk
    • Hönnuður: Bad Guitar Studio
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, PS5
    • Útgáfudagur: 6. mars 2025

    FragPunk er hraður taktískur skotleikur sem minnir á Valorant, þar sem leikmenn velja sér persónur með sérstaka hæfileika.  Leikurinn bætir við nýjungum eins og spilum sem hægt er að velja í upphafi hverrar lotu, sem geta breytt leiknum á ýmsa vegu, til dæmis með því að snúa kortinu á hvolf eða endurlífga liðsfélaga sem uppvakninga.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Atomfall

    Atomfall
    Atomfall
    • Hönnuður: Neon Forge
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, PS5
    • Útgáfudagur: 15. maí 2025

    Atomfall er vísindaskáldsöguskotleikur sem gerist í framtíðinni þar sem menn berjast við vélmenni sem hafa tekið yfir heiminn. Leikurinn býður upp á fjölbreytt vopn og hæfileika, sem og fjölspilun þar sem leikmenn geta sameinast í baráttunni gegn vélmennunum.

    Nánari upplýsingar á Amazon.

    Killing Floor 3

    Killing Floor 3
    Killing Floor 3
    • Hönnuður: Tripwire Interactive
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, PS5
    • Útgáfudagur: Mars 2025

    Eftir næstum 11 ár frá útgáfu Killing Floor 2 kemur nú Killing Floor 3. Leikurinn heldur í grunnformúluna þar sem allt að sex leikmenn sameinast gegn sífellt erfiðari bylgjum af uppvakningum. Nýjungar í þessum leik fela í sér aukna hreyfanleika óvina, þar á meðal uppvakninga sem fljúga eða skríða á veggjum og loftum.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    The Last of Us Part 2 Remastered

    The Last of Us Part 2 Remastered
    The Last of Us Part 2 Remastered
    • Hönnuður: Naughty Dog
    • Tölva: PC
    • Útgáfudagur: 3. apríl 2025

    PC leikmenn geta nú loksins upplifað sögu Ellie í The Last of Us Part 2 Remastered. Þessi útgáfa býður upp á ýmsar myndrænar endurbætur, fulla samþættingu við PlayStation DualSense stýripinnann, sem og viðbætur eins og athugasemdir frá þróunaraðilum, Lost Levels eiginleika til að kanna senur sem ekki komust í lokaleikinn, og No Return, lífgun þar sem hægt er að velja úr mismunandi persónum.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Borderlands 4

    Borderlands 4
    Borderlands 4
    • Hönnuður: Gearbox Software
    • Tölvur: PC, PS5, Xbox Series X|S
    • Útgáfudagur: 23. september 2025

    Borderlands 4 er væntanlegur fyrstu persónu skotleikur sem heldur áfram söguþræði fyrri leikja. Leikurinn er þekktur fyrir einstaka teiknimyndastíl sinn og húmor, og lofar nýjum ævintýrum á nýrri plánetu með nýjum persónum og vopnum.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    FBC: Firebreak

    FBC: Firebreak
    FBC: Firebreak
    • Hönnuður: Remedy Entertainment
    • Tölvur: PC, PS5, Xbox Series X|S
    • Útgáfudagur: 2025

    FBC: Firebreak er fjölspilunar fyrstu persónu skotleikur sem gerist í heimi Control. Leikurinn býður upp á mikla samvinnu fyrir þrjá leikmenn sem þurfa að berjast gegn yfirnáttúrulegum óvinum innan The Oldest House.

    Sjá nánari upplýsingar á Steam.

    Project: Mist

    Project: Mist
    Project: Mist
    • Hönnuður: Chicken Launcher
    • Tölva: PC
    • Útgáfudagur: 12. maí

    Nýr open world hrollvekjuleikur er á leiðinni.  Í Project: Mist notar þú fjölbreytt vopn til að berjast gegn risavöxnum óvinum, allt frá skepnum sem lifa neðansjávar til óhugnanlegra vera. Leikurinn gerist á eyju þar sem þú getur kannað landslagið að eigin vild, án þess að fylgja fyrirfram ákveðnum verkefnum eða leiðbeiningum. Til að lifa af þarftu að rækta mat, elda og smíða hluti ásamt því að sjá um bækistöðina þína. Ef þú saknar Half-Life, þá er líka þyngdarafl-byssa til staðar.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Doom: The Dark Ages

    Doom: The Dark Ages
    Doom: The Dark Ages
    • Hönnuður: id Software
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, PS5
    • Útgáfudagur: 14. maí

    Þegar nýr Doom leikur er á leiðinni, þá veistu að árið verður gott fyrir skotleiki!  Doom: The Dark Ages er forsaga atburðanna í Doom (2016) og Doom Eternal, þar sem Doom Slayer mætir öflum helvítis frá miðöldum.  Með nýjum búnaði, svo sem skjöld sem getur bæði varist árásum og framkvæmt banvæn högg, sem og risa vopnavél, er nýjasta verk id Software.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Revenge of the Savage Planet

    Revenge of the Savage Planet Day
    Revenge of the Savage Planet Day
    • Hönnuður: Raccoon Logic Studios Inc.
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, Xbox One, PS5, PS4
    • Útgáfudagur: 15. maí 2025

    Hér er litríkur vísindaskáld-leikur með miklum hasar, sem hægt er að spila bæði einn eða með vini í fjölspilun – hvort sem er á netinu eða við tölvuna.  Í Revenge of the Savage Planet ferðast þú á milli fjögurra mismunandi reikistjarna til að leita að leyndarmálum, kortleggja framandi plöntu- og dýralíf og kljást við hættulegar aðstæður.  Ef þú vilt leik sem tekur sig ekki of alvarlega og til að skapa ferska upplifun, þá er þetta leikur sem vert er að fylgjast með.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Kingmakers

    Kingmakers
    Kingmakers
    • Hönnuður: Redemption Road
    • Tölvur: PC
    • Útgáfudagur: 1. fjórðungur 2025

    Hugmynd sem keyrð er út í öfgar: Kingmakers sýnir hóp hermanna úr framtíðinni sem ferðast aftur í miðaldir til að breyta sögunni.  Þetta þýðir að riddarar og bogmenn standa skyndilega andspænis skotvopnum, þyrlum, loftárásum og fleiru. Þetta verður þó ekki auðvelt verkefni, því leikurinn styður hundruð NPC-a samtímis, sem gerir bardagana áhugaverðari.  Allt að þrír leikmenn geta spilað saman og hver stjórnar sinni eigin herdeild í baráttu við óvini – ef þyrlurnar reynast ekki nægar.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Dying Light: The Beast

    Dying Light: The Beast
    Dying Light: The Beast
    • Hönnuður: Techland
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, PS5
    • Útgáfudagur: Sumarið 2025

    Upphaflega átti Dying Light: The Beast að vera viðbót við leikinn, en leikurinn hefur þróast í sjálfstæða sögu innan Dying Light alheimsins.  Þú spilar sem Kyle Crane og með parkour færni þinni ferðast þú um dreifbýli og iðnaðarsvæði og notar stökkkraft þinn og einstaka zombie-hæfileika til að lifa af.  Leikurinn styður fjögurra manna spil, svo þú getur sameinast vinum þínum í ævintýrinu. Ef þú átt Dying Light 2 Stay Human: Ultimate Edition, þá færðu leikinn ókeypis.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Mafia: The Old Country

    Mafia: The Old Country
    Mafia: The Old Country
    • Hönnuður: Hangar 13
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, PS5
    • Útgáfudagur: Sumarið 2025

    Við förum aftur í tímann með Mafia: The Old Country. Þessi forsaga fyrsta leiksins í seríunni setur þig í spor Enzo Favara, sem reynir að sanna sig fyrir Cosa Nostra mafíunni í Síkiley.  Leikurinn er byggður á ssama grunni og fyrri Mafia leikir, en áherslan er lögð á tímabil og trúverðugleika þess í öllu – frá vopnum til farartækja sem bera leikmanninn yfir sveitir og borgir. Til að auka dýpt í leikinn þá er raddsetning á sikileysku máli, sem dregur leikmenn enn frekar inn í söguna.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Arc Raiders

    Arc Raiders
    Arc Raiders
    • Hönnuður: Embark Studios
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, PS5
    • Útgáfudagur: 2025

    Extraction shooters halda áfram að þróast, og Arc Raiders bætir við nýju sjónarhorni með glæsilegum fjölspilunarleik til að kanna. Dularfull vélmenni ógna öllu lífi á yfirborðinu, og samfélög neyðast til að lifa neðanjarðar. Leikmenn, sem kallast Raiders, þurfa að safna vistum, byggja upp tengsl við söluaðila með því að leysa verkefni, og snúa aftur með herfang til að búa til betri búnað og uppfæra felustað sinn. En þú ert ekki einn í leitinni – aðrir ræningjar eru einnig að reyna að komast yfir verðmæti þín.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Splitgate 2

    Splitgate 2
    Splitgate 2
    • Hönnuður: 1047 Games
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, Xbox One, PS5, PS4
    • Útgáfudagur: 2025

    Ef þú saknar Portal, sem margir hverjir gera, þá gæti Splitgate 2 verið lausnin fyrir þig.  Leikurinn verður ókeypis (free to play) með nýjum kortum og vopnum.  Á meðal nýjunga er Multi-Team-Mayhem, þar sem 24 leikmenn keppa hver gegn öðrum á stóru korti.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Gears of War: E-Day

    Gears of War: E-Day
    Gears of War: E-Day
    • Hönnuður: The Coalition og People Can Fly
    • Tölvur: PC og Xbox Series X|S
    • Útgáfudagur: 2025

    The Coalition sameinar krafta sína með People Can Fly, hönnunar-teyminu á bak við Gears of War: Judgment (2013), og bjóða upp á Gears of War: E-Day. Þessi forsaga gerist 14 árum fyrir atburði fyrsta Gears of War leiksins og fylgir upprunalegu aðalpersónunum, Marcus Fenix og Dominic Santiago, í nostalgísku ævintýri.  Enn eru ekki miklar upplýsingar um leikinn, en eitt er víst – upprunalegu raddleikararnir munu snúa aftur í hlutverk sín.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Metroid Prime 4: Beyond

    Metroid Prime 4: Beyond
    Metroid Prime 4: Beyond
    • Hönnuður: Retro Studios
    • Tölva: Nintendo Switch
    • Útgáfudagur: 2025

    Árið 2025 gæti loksins orðið árið þar sem Samus Aran snýr aftur.  Leikurinn Metroid Prime 4: Beyond var tilkynnt af Nintendo á síðasta ári og er væntanlegur á þessu ári.  Takmarkaðar upplýsingar er um leikinn, en líklega munum við fá meiri upplýsingar á næstu mánuðum. Þó má gera ráð fyrir að leikurinn verði gefinn út á Switch 2, en Nintendo hefur ekki staðfest það enn. Í bili mun fyrsti Switch duga.

    Nánari upplýsingar á Nintendo.

    The Outer Worlds 2

    The Outer Worlds 2
    The Outer Worlds 2
    • Hönnuður: Obsidian Entertainment
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, PS5
    • Útgáfudagur: 2025

    Obsidian snýr aftur í The Outer Worlds með framhaldsleik.  The Outer Worlds 2 mun bjóða upp á ný svæði til að kanna, fjölbreytt vopn til að prófa og fleiri uppfærslur.  Skemmtilegur fítus hefur verið bætt við leikinn er þegar leikmaður kastar handsprengju og skýtur hana í miðju lofti til að framkalla sprengingu.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Exoborne

    Exoborne
    Exoborne
    • Hönnuður: Sharkmob AB
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, Xbox One, PS5, PS4
    • Útgáfudagur: Óákveðið

    Exoborne er skotleikur (extraction shooter) sem gerist í „open world“. Þú og liðið þitt þurfið að lifa af í hættulegu umhverfi þar sem óvinir og óútreiknanlegt veður skapar stöðugar áskoranir. Leikurinn notar öflugt veðrakerfi þar sem þú gætir óvænt þurft að takast á við fellibylji, storma og eldingu meðan þú safnar nauðsynjum.  Auk fjölbreyttra vopna, gefur Exoborne leikmönnum sérstakan exo-búning með sérhannaðri hleðslu, þar sem hægt er að nota til að búa til taktískar samsetningar sem nýta veðrið sér í hag.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Judas

    Judas
    Judas
    • Hönnuður: Ghost Story Games
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, PS5
    • Útgáfudagur: Óákveðið

    Ghost Story Games, undir forystu Ken Levine (System Shock 2, BioShock, BioShock Infinite), hefur unnið að Judas í nokkur ár.  Leikurinn ber greinileg áhrif frá BioShock, bæði í sjónrænum stíl og hæfileikum aðalpersónunnar, en Levine hefur staðfest að leikurinn muni innihalda roguelite-eiginleika, að auki mun leikmaðurinn þróa tengsl við þrjár lykilpersónur í gegnum sögu leiksins. Árið 2023 var tilkynnt að Judas myndi koma út fyrir mars 2025, en síðan þá hafa ekki komið neinar nýjar staðfestingar á dagsetningu.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Marathon

    Marathon
    Marathon
    • Hönnuður: Bungie
    • Tölvur: PC, Xbox Series X|S, PS5
    • Útgáfudagur: Óákveðið

    Fyrstu persónu skotleikurinn Marathon er væntanlegur á þessu ári en allt er á huldu með dagsetningu. Þú spilar sem „runner“ sem kannar yfirgefna nýlendu á Tau Ceti IV, þar sem 30.000 manns hafa horfið sporlaust.  Enn eru fáar upplýsingar um leikinn, en Bungie ætlar að halda prufuspilun árið 2025.

    Nánari upplýsingar á Steam.

    Battlefield 6

    Battlefield 2042
    Battlefield 2042
    • Hönnuður: DICE
    • Tölvur: Ótilgreint
    • Útgáfudagur: Óákveðið

    DICE hefur unnið að uppfærslu á Battlefield seríunnar í nokkur ár og árið 2025 gæti loksins afraksturinn litið dagsins ljós.  Eftir blandaðar viðtökur við Battlefield 2042, er Battlefield 6 (eða hvað sem leikurinn endar á að heita) að taka nýja stefnu.  Leikurinn mun gerast í nútímanum, en mun ekki innihalda 128 leikmannabardaga eða „Specialist“ persónur. Einnig gæti Battle Royale verið á boðstólnum, en við seljum það ekki dýrar en við keyptum það. Samkvæmt upplýsingum eSports.is gæti leikurinn komið út í október 2025.


    Þetta eru aðeins nokkrir af þeim skotleikjum sem leikjaunnendur geta hlakkað til á þessu ári. Með fjölbreyttum leikjastílum og nýjungum lofa þessir titlar spennandi upplifun fyrir alla aðdáendur skotleikja.

    Myndir: Steam – Amazon – Nintendo – Dice

    Arc Raiders Atomfall battlefield Battlefield 6 Borderlands Borderlands 4 DOOM Doom: The Dark Ages Dying Light: The Beast Exoborne FBC: Firebreak FragPunk Gears of War: E-Day Incoming Judas Killing Floor Killing Floor 3 Kingmakers Mafia: The Old Country Marathon Metroid Prime 4: Beyond Nintendo PC leikur PlayStation Project: Mist Revenge of the Savage Planet Splitgate 2 steam The Last of Us The Last of Us Part 2 Xbox
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Star Wars Battlefront II í sögulegu lágmarki á Steam

    22.06.2025

    Reddit notandi afhjúpar sölutölur SEGA

    22.06.2025

    Gears 5 er varla spilanlegt á PC

    21.06.2025

    50 mest spiluðu demóin á Steam – Þetta eru leikirnir sem allir prófuðu

    20.06.2025
    Við mælum með

    eSports.is með glænýja heimasíðu: Áherslan á rafíþróttir og leikjamenningu aukin til muna

    19.06.2025

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025
    1 2 Next
    Mest lesið
    • SEGA - Logo
      Reddit notandi afhjúpar sölutölur SEGA
      22.06.2025
    • Gears 5
      Gears 5 er varla spilanlegt á PC
      21.06.2025
    • Steam Next Fest
      50 mest spiluðu demóin á Steam – Þetta eru leikirnir sem allir prófuðu
      20.06.2025
    • Battlefield 6 nálgast: EA lofar stórviðburði síðar í sumar
      Battlefield 6 nálgast: EA lofar stórviðburði síðar í sumar
      18.06.2025
    • Prince of Persia-remake fimm árum á eftir áætlun - Prince of Persia: The Sands of Time
      Prince of Persia-remake fimm árum á eftir áætlun
      18.06.2025
    Leikjarýni í vinnslu

    19. júní 2025 – The Book of Aaru
    (Leikjarýnin lítur dagsins ljós á næstu dögum.)

    17. júní 2025 – Run Pizza Run
    (Leikjarýnin lítur dagsins ljós á næstu dögum.)

    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.