Heim / PC leikir / Velkominn á gamlingjadeildina …….. gamlinginn þinn
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Velkominn á gamlingjadeildina …….. gamlinginn þinn

Oldies samsteypan - Logo

Allir Old school spilarar ættu að muna eftir Oldies samsteypunni, en færri vita að clanið er í fullu fjöri í dag og hefur verið frá því það var stofnað sem var fyrir rúmlega 15 árum síðan.

Fjölmargir kallar á besta aldri rotta sig saman á Team Speak (TS) þar sem spilað eru tölvuleikir af öllum gerðum. Rásirnar á TS eru margar, CS Vikings GO, Warframe, PUBG Battlegrounds, Stubbafélagið í Elder Scrolls, NonProfit CS – BeerForFree svo fátt eitt sé nefnt.  Og já ein rásin heitir „Alls ekki fyrir eymingja!!!!“ og guð má vita hvað gerist þar.

Hvernig get ég joinað? Invite only!

Til að komast inn á TS, þá þarftu að þekkja einhverja úr Oldies sem eru listaðir upp hér fyrir neðan, vera komin úr mútur, og ekki verra ef þú ert á miðjum aldri.  Ath. að meðlimalistinn er af heimasíðu Oldies og er birtur hér með fyrirfara.

Nick Nick
aix Alien8
AmmI B00gieMan
Fautinn Bandit
Hattrick Battery
Beini Circle
Cisco Counterfeit
delete Digital Criminal
Dr. Sibbi drone
Dropi Epic
Fuzer Geirland
Gamlilatur Gingi
Aquaqueen Heruli
Hugo Hunter
Iceaxis IMporTAnT
Ingi JHerbman
Judas Priest Killer
Knievel Kozlak
Krani Krossfiskur
Krukkur Krummi
Lurkmann M3dlan
MasterB Microman
Najhan NaLLinn
Nicebro Stebbi
NoloN Onassis
OTDAOG Palestine
Phortos Pippa
Prodigy Psychokiller
Rasputin Ruprag
Rodriguez/TheSpic! Spaz
sarcmeister Saxon
Weirdal Skot
Skylark snow
Steel StoneM
Stormur Svingur
Teitz TuDDi
Typcal Willkill4food
Hjarta Xibitionist
Ylur Chef-Jack

Á heimasíðu oldies er samsteypunni lýst þannig:

„Oldies er stranglega „non-pro“ klan. Skemmtun er skilyrði og kjaftbrúk, stælar og r-con abuse, ásamt flestum öðrum almennum leiðindum eru afþakkaðar. Oldies klanið hefur á stefnuskrá sinni þetta venjulega sem önnur klön hafa, eins og t.d heimsyfirráð, ríkidæmi og vellystingar.“

Meðfylgjandi mynd er frá þegar Oldies lanaði í „síðustu viku“:

Oldies samsteypan

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt