Close Menu
    Nýjar fréttir

    VOID Interactive svarar gagnrýni: Ready or Not ekki ritskoðað – Ofbeldi áfram leyft – en nærföt sett á gíslana

    08.07.2025

    Square Enix fjárfestir í BetaDwarf – styður við þróun Vaultbreakers og markar tímamót í þróun leiksins

    07.07.2025

    Klaufalegt atvik í CS2 vekur heimsathygli – Leikjahöfundur CS2 tjáir sig: „Gott að vita að einhver spilaði verr en ég“

    07.07.2025

    Fyrrverandi stjórnendur tölvuleikjaframleiðandans Ubisoft fundnir sekir: Kynferðisleg og andleg áreitni viðvarandi árum saman

    06.07.2025
    1 2 3 … 257 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Incoming
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Xbox
      • Rafíþróttir
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured
      50

      Leikjarýni: Tónlistin heillar, en leikurinn sjálfur nær ekki sömu hæðum – þarfnast enn talsverðrar yfirferðar

      Chef-Jack30.06.2025
      Recent
      5.0

      Leikjarýni: Tónlistin heillar, en leikurinn sjálfur nær ekki sömu hæðum – þarfnast enn talsverðrar yfirferðar

      30.06.2025
      6.0

      Leikjarýni: Run Pizza Run – Hraði, hætta og heit pizza

      26.06.2025
      6.0

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Fréttabréf
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Tölvuleikir»VOID Interactive svarar gagnrýni: Ready or Not ekki ritskoðað – Ofbeldi áfram leyft – en nærföt sett á gíslana
    VOID Interactive svarar gagnrýni: Ready or Not ekki ritskoðað - Ofbeldi áfram leyft – en nærföt sett á gíslana
    Hide and Seek: Kvenkyns gíslar klæðast nú nærfötum.
    Tölvuleikir

    VOID Interactive svarar gagnrýni: Ready or Not ekki ritskoðað – Ofbeldi áfram leyft – en nærföt sett á gíslana

    Chef-Jack08.07.20252 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link

    VOID Interactive hefur svarað vangaveltum og rangfærslum sem komið hafa upp í kjölfar frétta um efnisbreytingar á Ready or Not, sem nýverið var gefinn út á PlayStation.  Psfrettir.com var fyrstur íslenskra fjölmiðla til að greina frá málinu.

    Í yfirlýsingu frá þróunarteyminu kemur fram að einungis hafi verið um að ræða örfáar, markvissar breytingar á PC-útgáfu leiksins. Þær voru gerðar til að tryggja stöðugleika og samræmast alþjóðlegum reglum um aldursmerkingar og dreifingarskilyrði, án þess að rýra andrúmsloft, inntak eða raunsæi leiksins.

    „Við viljum tryggja að samfélagið okkar fái skýra og heiðarlega mynd af því hvað hefur – og hefur ekki – breyst,“

    segir í tilkynningu VOID Interactive, sem fylgt var eftir með myndum sem sýna fyrir og eftir breytingar. Þar kemur skýrt fram að áhrif, blóðsúthellingar og spennuþrungin framsetning leiksins standi óbreytt.

    Hvað var raunverulega breytt?

    Í heildina voru aðeins sex atriði breytt, og öll tengjast þau viðkvæmum birtingarmyndum eða lýsingu sem lutu að aldurstakmörkunum á alþjóðavísu.

    Breytingarnar eru eftirfarandi:

    VOID Interactive svarar gagnrýni: Ready or Not ekki ritskoðað - Ofbeldi áfram leyft – en nærföt sett á gíslana
    Twisted Nerve: Stúlka sem áður var sýnd í krampa er nú sýnd í svefni
    VOID Interactive svarar gagnrýni: Ready or Not ekki ritskoðað - Ofbeldi áfram leyft – en nærföt sett á gíslana
    A Lethal Obsession: Nekt grunsamlegs einstaklings í felubúningi (ghillie suit) hefur verið dregin til baka.
    VOID Interactive svarar gagnrýni: Ready or Not ekki ritskoðað - Ofbeldi áfram leyft – en nærföt sett á gíslana
    Hide and Seek: Kvenkyns gíslar klæðast nú nærfötum.
    VOID Interactive svarar gagnrýni: Ready or Not ekki ritskoðað - Ofbeldi áfram leyft – en nærföt sett á gíslana
    Narcos: Karlkyns uppljóstrari í gíslingu hefur einnig fengið nærföt.
    VOID Interactive svarar gagnrýni: Ready or Not ekki ritskoðað - Ofbeldi áfram leyft – en nærföt sett á gíslana
    23 Megabytes a Second: Líkanið sem tengdist ljósmyndum af börnum var endurhannað og tengt betur við framhaldsverkefnið Sinuous Trail.

    Afnám limlestinga eftir dauða: Ekki er lengur hægt að limlesta lík eftir dauða. Lím­lestingar á lifandi persónum eru þó enn hluti af leiknum, sem staðfest er í nýjustu þróunaruppfærslu (Vol. 87) á Steam.

    Heildarupplifun haldið óbreyttri

    VOID Interactive undirstrikar að áhrifamikil og umdeild verkefni á borð við Elephant, Neon Tomb og Valley of the Dolls hafi verið látin óhögguð. Ítrekað er að breytingarnar hafi einvörðungu verið gerðar í skjóli laga og regluverks, án þess að skerða listræna sýn eða meginstef leiksins.

    „Við höfum ætíð staðið vörð um sköpunarfrelsi og þá sýn að leikjaupplifun megi og eigi að ögra – svo lengi sem það þjónar raunverulegu innsæi og trúverðugleika.“

    Leikurinn hefur vakið athygli fyrir grófa, en jafnframt nákvæma framsetningu á starfi sérsveita og þeim hættum sem fylgja. Framleiðandinn bendir á að Ready or Not sæti annars konar mati en stílfærðari og óraunverulegri leikir, einfaldlega vegna nálgunar sinnar.

    „Þetta er staðreynd í alþjóðlegu útgáfuumhverfi – en ekki breyting á okkar stefnu eða gildum.“

    VOID hefur jafnframt upplýst að svokallaðir „svartir reitir“ sem sjá má á myndum frá breytingunum séu þar vegna útgáfustefnu Steam Community Hub.

    Myndir: Steam / Ready or Not

    PC leikur PlayStation Ready or Not VOID Interactive Xbox
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Square Enix fjárfestir í BetaDwarf – styður við þróun Vaultbreakers og markar tímamót í þróun leiksins

    07.07.2025

    Fyrrverandi stjórnendur tölvuleikjaframleiðandans Ubisoft fundnir sekir: Kynferðisleg og andleg áreitni viðvarandi árum saman

    06.07.2025

    PUBG x aespa: Nýtt lag, nýjar persónur og nýr leikstíll – Er þetta mesta crossover ársins?

    06.07.2025

    Svarthol Microsoft gleypir framtíð leikjanna – Samfélagsmiðlar loga af reiði

    05.07.2025
    Við mælum með

    Klaufalegt atvik í CS2 vekur heimsathygli – Leikjahöfundur CS2 tjáir sig: „Gott að vita að einhver spilaði verr en ég“

    07.07.2025

    Flock Off! – Fjórir vinir, eitt hálendi og fullt af zombíukindum – nýr íslenskur tölvuleikur kynntur

    26.06.2025
    6.0

    Leikjarýni: Run Pizza Run – Hraði, hætta og heit pizza

    26.06.2025

    eSports.is með glænýja heimasíðu: Áherslan á rafíþróttir og leikjamenningu aukin til muna

    19.06.2025
    1 2 3 Next
    Mest lesið
    • Klaufalegt atvik í CS2 vekur heimsathygli - Leikjahöfundur CS2 tjáir sig: „Gott að vita að einhver spilaði verr en ég“
      Klaufalegt atvik í CS2 vekur heimsathygli – Leikjahöfundur CS2 tjáir sig: „Gott að vita að einhver spilaði verr en ég“
      07.07.2025
    • Svarthol
      Svarthol Microsoft gleypir framtíð leikjanna – Samfélagsmiðlar loga af reiði
      05.07.2025
    • 9.000 missa störf sín - Stöðvun stórleikja - Hvert stefnir Microsoft Gaming? Phil Spencer áfram sem forstjóri Xbox
      9.000 missa störf sín – Stöðvun stórleikja – Hvert stefnir Microsoft Gaming?
      04.07.2025
    • Breytingar hjá Wildcard vekja hörð viðbrögð hjá Counter-Strike samfélagsins – stanislaw og phzy settir á bekkinn
      Breytingar hjá Wildcard vekja hörð viðbrögð hjá Counter-Strike samfélaginu – stanislaw og phzy settir á bekkinn
      02.07.2025
    • kóreska ofurpoppsveitin aespa
      PUBG x aespa: Nýtt lag, nýjar persónur og nýr leikstíll – Er þetta mesta crossover ársins?
      06.07.2025
    Leikjarýni í vinnslu

    3. júlí 2025
    Engin leikjarýni er í vinnslu eins og er.

    30. júní 2025
    Nýjasta leikjarýnin komin út – The Book of Aaru.

    26. júní:
    Nýleg leikjarýni: – Run Pizza Run

    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.