VOID Interactive hefur svarað vangaveltum og rangfærslum sem komið hafa upp í kjölfar frétta um efnisbreytingar á Ready or Not, sem nýverið var gefinn út á PlayStation. Psfrettir.com var fyrstur íslenskra fjölmiðla til að greina frá málinu.
Í yfirlýsingu frá þróunarteyminu kemur fram að einungis hafi verið um að ræða örfáar, markvissar breytingar á PC-útgáfu leiksins. Þær voru gerðar til að tryggja stöðugleika og samræmast alþjóðlegum reglum um aldursmerkingar og dreifingarskilyrði, án þess að rýra andrúmsloft, inntak eða raunsæi leiksins.
„Við viljum tryggja að samfélagið okkar fái skýra og heiðarlega mynd af því hvað hefur – og hefur ekki – breyst,“
segir í tilkynningu VOID Interactive, sem fylgt var eftir með myndum sem sýna fyrir og eftir breytingar. Þar kemur skýrt fram að áhrif, blóðsúthellingar og spennuþrungin framsetning leiksins standi óbreytt.
Hvað var raunverulega breytt?
Í heildina voru aðeins sex atriði breytt, og öll tengjast þau viðkvæmum birtingarmyndum eða lýsingu sem lutu að aldurstakmörkunum á alþjóðavísu.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
Afnám limlestinga eftir dauða: Ekki er lengur hægt að limlesta lík eftir dauða. Límlestingar á lifandi persónum eru þó enn hluti af leiknum, sem staðfest er í nýjustu þróunaruppfærslu (Vol. 87) á Steam.
Heildarupplifun haldið óbreyttri
VOID Interactive undirstrikar að áhrifamikil og umdeild verkefni á borð við Elephant, Neon Tomb og Valley of the Dolls hafi verið látin óhögguð. Ítrekað er að breytingarnar hafi einvörðungu verið gerðar í skjóli laga og regluverks, án þess að skerða listræna sýn eða meginstef leiksins.
„Við höfum ætíð staðið vörð um sköpunarfrelsi og þá sýn að leikjaupplifun megi og eigi að ögra – svo lengi sem það þjónar raunverulegu innsæi og trúverðugleika.“
Leikurinn hefur vakið athygli fyrir grófa, en jafnframt nákvæma framsetningu á starfi sérsveita og þeim hættum sem fylgja. Framleiðandinn bendir á að Ready or Not sæti annars konar mati en stílfærðari og óraunverulegri leikir, einfaldlega vegna nálgunar sinnar.
„Þetta er staðreynd í alþjóðlegu útgáfuumhverfi – en ekki breyting á okkar stefnu eða gildum.“
VOID hefur jafnframt upplýst að svokallaðir „svartir reitir“ sem sjá má á myndum frá breytingunum séu þar vegna útgáfustefnu Steam Community Hub.
Myndir: Steam / Ready or Not