Heim / PC leikir / Áhugavert viðtal við Daða hjá Myrkur Games
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Áhugavert viðtal við Daða hjá Myrkur Games

Daði Einarsson hjá Myrkur Games

Heimasíðan Nörd Norðursins birtir skemmtilegt og áhugavert viðtal við Daða Einarsson hjá Myrkur Games.

Daði segir frá The Darken, sem er söguríkur ævintýraleikur og getur spilarinn haft áhrif á sögu leiksins með sínum ákvörðunum.

Myrkur Games er með sína eigin aðstöðu fyrir hreyfiföngun (motion capture) eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan.  Nú þegar hafa nokkrir leikarar verið ljósmyndaskannaðir sem munu fylla í a.m.k. sjö stærstu hlutverk leiksins, þar á meðal er Karl Ágúst Úlfsson sem fer með hlutverk Abram Finlay sem er einn af meira áberandi aukapersónum leiksins, að því er fram kemur á nordnordursins.is.

Sjón er sögu ríkari:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara