Author: Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Mótastjórn League of Legends (LoL) Esports Ísland mun halda community-helgi dagana 26. – 27. október næstkomandi, í samstarfi við Next Level Gaming. Next Level Gaming er með mjög góða aðstöðu í Egilshöll sem LoL samfélagið mun nýta sér þessa helgi. Eftirfarandi viðburðir verða um helgina, en nánari dagskrá kemur síðar á facebook viðburðinn hér: – LoL Worlds semi-finals watchparty – Minimót – Pub quiz – og fleira skemmtilegt Mynd: leagueoflegends.com

Lesa meira

Íslenska PUBG samfélagið hélt online mót í gærkvöldi, sunnudaginn 13. október og hófust herlegheitin klukkan 20:00. Bein útsending var á mótinu og að auki var mótið sýnt á risaskjá í Next Level Gaming í Egilshöllinni. Það var 354 eSports sem sáu um beinu útsendinguna á twitch.tv/354community þar sem snapster og steypa sáu um að lýsa leikjunum af sinni alkunnu snilld. Draazil sá svo um að stýra observer. Sex kort voru spiluð en þau voru 2x Erangel, 2x Miramar, 2x Taego og í þessari röð. Er þetta í þriðja sinn sem að mótið er haldið og virðist áhuginn á PUBG mótinu…

Lesa meira

Næsta online mót í leiknum PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) hjá íslenska Pubg samfélaginu verður haldið 13. október og hefst mótið klukkan 20:00. Búið er að opna fyrir skráningu liða og er fyrirkomulagið líkt og síðast. Max 18 lið geta skráð sig í mótið og gildir reglan að fyrstir koma fyrstir og eftir það verður biðlisti. Skráning hér. Tekið verður strangt á skráningu liða, en það er ef lið er ekki tilbúið með 4ja manna lið daginn fyrir mótið eða kl 18:00 á laugardeginum 12. okt þá gefa mótshaldarar efsta liðið af biðlistanum inngöngu. Mælt er með því að vera með varamann…

Lesa meira

Leikjavarpið hjá Nörd Norðursins snýr aftur eftir gott hlé.  Í þessum þætti fjalla vinirnir Daníel Rósinskrans, Sveinn Aðalsteinn og Bjarki Þór um PlayStation 5 Pro sem er væntanleg í verslanir næstkomandi nóvember. Þar fara þeir yfir við hverju má búast og hvernig er Pro útgáfan öflugri en hefðbundna PlayStation 5 og margt fleira. Tríóið ræðir einnig um einn af betri leikjum ársins, Astro Bot, sem er fyrsti leikurinn fær fimm stjörnur af fimm mögulegum hjá þeim nördunum. Hlustið á leikjavarpið í spilaranum hér fyrir neðan: https://open.spotify.com/episode/2xc1GtFjJcLOH9OiqviKGW?si=nPWmXL1kScSZrN4KQZT6ww Mynd: facebook / Nörd Norðursins

Lesa meira

Ástsæla YouTube-stjarnan Shirley Curry, betur þekkt sem Skyrim-amma, hefur sent út tilkynningu um að hætta allri myndbandagerð sem hún hefur gert í um níu ár. Shirley, sem er orðin 88 ára, er með 1,29 milljón fylgjendur á youtube og hefur gert yfir 2.300 myndbönd. Tilkynninguna er hægt að horfa á hér: https://www.youtube.com/watch?v=jNGH8o3LDBo Hér að neðan eru nokkur vinsæl myndbönd sem hún hefur gert: https://www.youtube.com/watch?v=ICZhLMAT-Pg https://www.youtube.com/watch?v=e-28gqNRhgk https://www.youtube.com/watch?v=u5adYlqzNUg Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Steam hefur enn og aftur slegið met sitt yfir flesta tölvuspilara sem spila samtímis í gegnum Steam eða 38.366.479 spilara. Þessi tala, sem náðist 22. september 2024, er milljón hærri en fyrra met sem sett var í síðasta mánuði. Topp 5 mest spiluðu leikinir á Steam eru Counter-Strike 2, Dota 2, PUBG, Banana (úfff… já, þetta er rétt, en Banana leikurinn er einfaldur clicker Game) og Black Myth: Wukong. Nú er spurningin hvort Steam nái 40 milljón múrnum þegar Call of Duty: Black Ops 6 kemur út í í næsta mánuði? Myndir: skjáskot / steampowered.com

Lesa meira

Í gær fór fram online mót í leiknum PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) hjá íslenska Pubg samfélaginu. 17 lið skráðu sig til leiks sem ætti að teljast gott á sunnudagskvöldi. Sex kort voru spiluð en þau voru 2x Miramar, 2x, Taigo og 2x Erangel og í þessari röð. Liðin sem kepptu voru eftirfarandi: 354esports a7x Barbie Bird House Chaos Crew FresH NA legends Nic cage fan club Old Goats Oldies Omni PNGR Strike force alpha Team Iceland Trúðalestin 1 Úlfr War Machines Íslenska liðið kom, sá og sigraði Virkilega skemmtilegt mót og þó svo nokkrir hnökrar voru, þá var mótið vel heppnað.…

Lesa meira

Í kvöld, sunnudaginn 22. september kl. 20:00, fer fram online mót í leiknum PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) hjá íslenska Pubg samfélaginu. 17 lið eru skráð í mótið og skipuleggjendur búast við hörkukeppni. Spilað verða sex kort, þ.e.: 2x Miramar, 2x, Taigo og 2x Erangel í þessari röð. Liðin sem keppa eru eftirfarandi: Iceland PNGR Omni Oldies Trúðalestin 1 a7x FresH Old Goats Nic cage fan club Strike force alpha Úlfr Chaos Crew War Machines Barbie 354esports Bird House NA legends Fylgstu með í beinni frá Next Level Gaming í Egilshöll á twitch 354community rásinni hér þar sem Steypa og Snapster munu…

Lesa meira

Twitch ráðstefnan TwitchCon er haldin nú um helgina 20. til 22. september og að þessu sinni í borginni San Diego.  Dan Clancy, forstjóri Twitch, hélt ræðu við opnun á ráðstefnunni, en þar sagði hann meðal annars að breytingar verða á lokun á aðgangi streymara á Twitch. Um leið og aðgangi streymara á Twitch verður lokaður þá gefa Twitch stjórnendur út ástæður þess. Að auki verður tekið harðari á því að að loka á aðgangi streymara í styttri tíma. „Við viljum gefa þér þessar upplýsingar svo að þú getur séð hvað þú gerðir, hvaða reglur voru brotnar og ef þér finnst…

Lesa meira