Author: Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

  mta sigruðu MK.ULTRA í úrslitum í Íslenska Counter-Strike: Global Offensive GEGT1337 onlinemótinu.  Fyrsti leikurinn fór fram í de_cache þar sem mta sigruðu örugglega 16-5. Þá var komið að mappinu sem MK.ULTRA höfðu valið en það var de_inferno þar sem mta hélt uppteknum hætti og sigruðu örugglega 16-.5, að því er fram kemur á csgo.is, en hægt er að lesa nánar um leikinn með því að smella hér. mta lineup: – Kutter – fearless – pallib0ndi – BDSM – Skipid MK.ULTRA lineup: – CaPPiNg! – hundzi – andrehh – ofvirkur – kruzer Hér að neðan er kynningarmyndband af leiknum: …

Lesa meira

Trollpants er fyrirtæki í Osló í Noregi sem sérhæfir sig meðal annars í farsíma leikjum, og á bakvið fyrirtækið er níu manna teymi, þar á meðal íslenski forritarinn Sindri Jóelsson: Bendik Klomsten Fredrik Samuelsen Jan Arild Brobak Jan Ivar Zijdemans Carlsen Karstein Røsnes Ersdal Ole Edvard Berg Leren Raymond Gulbrandsen Sindri Jóelsson Tom Bagstevold Trollpants hefur hannað leikinn Witch Wing og er fáanlegur frítt á Amazon App Store og Google Play, en stutt er í að Witch Wing komi út á iOS, en nú fyrir stuttu var leikurinn sendur inn til Apple í viðurkenningaferlið sem leikir og öpp þurfa að…

Lesa meira

Það eru orðin nokkur ár síðan að spjallið hér á esports.is var lagt í dvala, þ.e.a.s. það hefur ekki verið aðgengilegt frá forsíðunni en hefur ávallt verið keyrandi.  Eins og flest allir vita þá yfirtók facebook flest öll stóru spjallborðin og notendur færðu sig yfir á facebook grúppur osfr. Íslenski Minecraft spilarinn boy255 hafði áhuga á að virkja spjallið enn á ný og þá einungis tileinkað hinum vinsæla leik Minecraft.  Spjallið hefur þ.a.l. verið sett í Minecraft búning og samhliða því er keyrður Minecraft server: craftfaction.mcpro.co og er allt keyrandi á engilsaxnesku og fer allt fram á ensku. Hvetjum við…

Lesa meira

Samtökin Fnatic hefur tilkynnt tvo nýja leikmenn þá Kaldi og Twixsen í leiknum Hearthstone.  Fnatic er eitt stærsta leikjasamfélag í eSports heiminum og hefur unnið til fjölda verðlauna, t.a.m. í leikjunum League of Legends, Counter Strike: Global Offensive, Battlefield 4, Dota 2,World of Tanks, Starcraft 2 en öll þessi lið spila í atvinnumennsku undir nafni Fnatic. Jökull „Kaldi“ Jóhannsson segir í frétt á Fnatic: Joining Fnatic is definitely one of the high points in my life, its a lot of hard work and dedication paying off and I couldn’t be happier to represent Fnatic in the future. I have big…

Lesa meira

Góð þátttaka er á lanmóti HRingsins sem haldið er í Háskóla Reykjavikur nú um helgina en 300 spilarar keppa í DOTA 2, CS:GO, LoL og Hearthstone. Í verðlaun eru: DOTA 2: 1.sæti – Tölvuleikur, bíómiðar og frítt á næsta ári. 2.sæti – USB lykill, bíómiðar og Doritos 3.sæti – Bíómiðar og gjafabréf frá Dominos uppá stóra pizzu af matseðli. CS:GO: 1.sæti – 250 GB SSD frá Kísildalur, Mountain Dew, bíómiðar og frítt á næsta ári. 2.sæti – Tölvuleikur, USB lykill og bíómiðar. 3.sæti – Bíómiðar og gjafabréf frá Dominos uppá stóra pizzu af matseðli. LoL: 1.sæti – 15.000 kr á…

Lesa meira

Skemmtilegt myndband hefur verið birt á feisinu hjá Tvíund nemendafélagi tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík þar sem Gametívi bræðurnir, Gunnar Nelson, Vala Grand ofl. koma við í sögu og skipuleggja lanmótið HRinginn. Sjón er sögu ríkari: Innlegg frá Tvíund. Nánar um HRinginn hér. Mynd: Skjáskot úr myndbandi.

Lesa meira

Skráning er hafin á lanmótið HRingurinn, en tölvuleikjasamfélagið mun hertaka Háskóla Reykjavikur 8. – 10. ágúst næstkomandi. Tæp 1000 manns tóku þátt í könnunni um hvaða leikir verða spilaðir á HRingnum 2014 og niðurstaðan er þessi og keppt verður í eftirfarandi leikjum: Counter-Strike: Global Offensive, Defense of the Ancients 2, Hearthstone: Heroes of Warcraft og League of Legends. Skráning fer fram á vefsíðunni: www.hringurinn.net Mynd: skjáskot úr myndbandi.

Lesa meira

  Það ættu nú margir gömlu cs 1.6-arar muna eftir stórmeistaranum Felix en hann spilaði hér í denn með liðunum Adios, NoName og NewTactics svo fá eitt sé nefnt. Í dag er Felix 28 ára og hefur spilað frá árinu 1999, en þá kynntist hann Half-Life og fljótlega eftir það Counter Strike 1.3.  Felix keypti leikinn Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) snemma árs 2013 og hefur spilað hann síðan. Nú nýlega birti Felix fragmovie úr leiknum CS:GO og eru öll fröggin frá honum sjálfum s.l. 7 mánuði og tók hann um viku að fara yfir öll fröggin, en myndbandið sjálft er…

Lesa meira