Author: Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

eSports.is og íslenska Battlefield samfélagið eru komin í samstarf, en það er d0ct0r_who sem á veg og vanda að stofnun hennar. Samstarf við esports.is er komið á fullt og fær íslenska Battlefield samfélagið banner á forsíðu eSports.is, sem gefur samfélaginu meiri möguleika að fá styrki frá fyrirtækjum í Battlefield servera.  Battlefield samfélagið kemur til með að nýta sér spjallið og fréttaflutning hér á eSports.is. eSports.is – Platoon/Group á Battlelog. Fyrsti hittingur hjá Battlefield samfélaginu verður í kvöld, en nánari upplýsingar er hægt að finna á Battlefield spjallinu hér.

Lesa meira

Barcraft endaði með því að GEGTchrobbus sigraði eftir æsispennandi leik við iMpShake og óskum við GEGTchrobbus til hamingju með sigurinn. Í verðlaun fyrir fyrsta sætið er 30 þúsund krónur inneign frá buy.is, nýi leikurinn Diablo III frá Senu og glæsilegan bikar.  Í verðlaun fyrir annað sætið var 15 þúsund krónur inneign hjá buy.is og World of warcraft pakki frá Senu.  Myndir: Eddy Fylgstu með eSports.is á facebook hér.

Lesa meira

Flott verðlaun er fyrir sigurvegarann í BarCraft mótinu sem stendur nú yfir á Classic Rock sportbar, Ármúla 5, þar sem keppt er í leiknum StarCraft 2. Verðlaunin eru glæsilegur bikar, buy.is sem gefur 30 þúsund krónur inneign fyrir fyrsta sætið og 15 þúsund fyrir annað sætið og tveir tölvuleikir frá  Senu. Allar nánari upplýsingar um úrslit er hægt að nálgast með því að smella hér. Myndir: Eddy

Lesa meira

Á meðylgjandi mynd má sjá tvo þekkta StarCraft 2 spilara þeir Alli „icemodai“ og Grettir „wGbBanzaii“, en þeir koma til með að lýsa leikjunum í kvöld.  Gaman að sjá svona vel uppáklædda lýsendur. Ekki verður streamað frá leikjunum, en Eddy fréttaritari eSports.is kemur til með að vera með  „beina útsendingu“ frá leikjunum hér. Mynd: Eddy

Lesa meira

Top 8 bestu StarCraft 2 spilarar Íslands keppa í kvöld (laug. 19. maí) á Classic Rock sportbar, Ármúla 5 og hefst mótið klukkan 18°° og stendur yfir til miðnættis.  48 manns hafa boðað komu sína og má reikna með því að fleiri mæti á staðinn. Leikjunum verður lýst á staðnum af íslenskum StarCraft 2 spilurum, en ekki verður streamað frá mótinu.  Eddy fréttamaður eSports.is verður á staðnum og fylgist vel með og kemur til með að birta hér myndir, úrslit og fleiri uppákomur, stay tuned. Facebook síða íslenska StarCraft 2 samfélagsins. Fylgstu með eSports.is á facebook hér.

Lesa meira

Það getur oft á tíðum verið áhugavert að fylgjast með íslenska leikjasamfélaginu á facebook grúppum, en mörg skemmtileg málefni poppa upp öðru hverju. 14. maí síðastliðinn póstaði einn spilari á hinar og þessa grúppur og auglýsti að stofnuð hefur verið World Of Warcraft grúppa á facebook fyrir íslenska WoW spilara.  Frá því að þessi einstaklingur byrjaði að auglýsa hafa einungis 8 meðlimir farið í grúppuna og hefur verið frá byrjun alveg steindauð. Sumir eru því miður ekki með hugan að því að þegar stofnuð er facebook grúppa, því að sá sami þarf að hugsa vel um hana og koma henni…

Lesa meira