Author: Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Platinum lower mót í StarCraft 2 verður haldið á morgun fimmtudaginn 1. mars 2012 klukkan 17 á pletlow channel. „100 krónur í pott úr mínum vasa fyrir hvern þáttakanda be there niggz, það verður geðveikt gaman í alvöru svo verður það kastað af 1up teaminu punktar eru overrated“, segir Andri einn af mótshöldurum á facebook síðu íslenska StarCraft 2 samfélagsins.

Lesa meira

Eflaust muna nokkrir lesendur hér eftir leiknum Aion, sem er MMORPG og varð nokkuð vinsæll meðal íslenskra spilara í smá tíma.   Var Aion „subscription“ leikur, og þurfti að punga út 12 evrum á mánuði til að spila hann, og fannst mönnum það helst til dýrt. Í dag hinsvegar hefur orðið smá breyting á, þar sem Aion EU verður á morgun, 28 Febrúar 2012, Free 2 Play!. Er það Gameforge sem er að taka við Aion EU af NCSoft en meira um þetta mál má lesa á vefsíðu Aion EU.

Lesa meira

„If I said the game resembles CS 1.6 more than CS:S as it is right now I would be lying, and quite frankly even CS:S feels smoother“, en svona byrjar inngangur í pistli hjá Martin á hltv.org þegar hann fer ítarlega yfir leikinn Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO). Martin fjallar um Menus, Money system, hljóð, Recoil, Wallbanging og margt fleira í þessum áhugaverða pistli sem vert er að lesa. Hann endar með því að velta því fyrir sér hvort að CS:GO komi til með að taka við af Cs 1.6, enda stóru mótin ESEA og ESL eru nú þegar byrjuð að…

Lesa meira

Hver kannast ekki við Max Payne?  …ef já þá þarftu að fara fylgjast betur með, en í maí næstkomandi kemur þriðji leikurinn út í seríunni Max Payne og eru hvorki meira né minna en níu ár síðan að leikur númer tvö kom út. Max Payne verður fáanlegur á Xbox 360 og PlayStation3 15. maí 2012 í Norður Ameríku, 18. maí 2012 í Evrópu, og PC eigendur þurfa að bíða aðeins lengur, en hann kemur út í Norður Ameríku  29. maí 2012 og 1. júní 2012 í Evrópu. Það er Rockstar Games sem gefur leikinn út og skrifar handritið. Fylgstu með…

Lesa meira

Á þriðjudaginn 28. febrúar næstkomandi geta allir PlayStation 3 eigendur með nettenginu náð í Killzone 3 leikinn.  Hér er einungis um sýnishorn að ræða, en til að ná öllum level í leiknum þá þarftu að kaupa pakka á 14,99 dollara til að halda áfram að spila, segir á vef gametrailers.com. Fylgstu með eSports.is á Facebook hér.

Lesa meira

dannoz heldur áfram með smoke myndböndin sín í Counter Strike:Source, en í gær póstaði hann á spjallinu hvernig á að kasta smoke í mappinu Dust 2 og fékk góð viðbrögð hjá Css samfélaginu og hvetur hann til að halda áfram. Núna kemur dannoz með nýtt myndband sem sýnir hvernig á að smoke í mappinu Train: dannoz er kvefaður enda heyrist það í myndbandinu, en hann endar með því að segja á spjallinu: „já ég er kvefaður, og MÉR FINNST TYGGJÓ FKN GOTT“ Frábært framtak hjá dannoz og vonum að hann haldi áfram á sömu braut og komi með smoke trick…

Lesa meira

Ný uppfærsla var gerð á leiknum nýja Counter-Strike: Global Offensive og er hægt að lesa allann listann hér að neðan.  Fimm ný möpp hafa verið sett í notkun, en þau eru dust2, nuke, inferno, dust, train og er hægt að spila þau á Cobalt servernum (Ip: 89.160.167.80:27015 ) Fréttamaður eSports.is prufaði möppin í gærkvöldi og voru þau góð og má sjá margar breytingar í möppunum og clön þurfa klárlega að breyta ströttin allverulega hjá sér. Eftirfarandi er listinn yfir nýju uppfærslunar sem birt var á heimasíðu Steam: Gameplay: – Made Kevlar and helmet purchasable separately. – Made defuse kits buyable. – Based…

Lesa meira