Heim / PC leikir / Íslenskir Star Wars unnendur gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenskir Star Wars unnendur gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn

Síðastliðinn þriðjudag (30. október) hófst Star Wars ljósmyndakeppni Nörd Norðursins. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun gefa vinningshöfum keppninnar miða fyrir tvo á Star Wars tónleika.

Í lok nóvember mun Sinfóníuhljómsveit Íslands halda tvenna Star Wars tónleika í Hörpu, en það er bandaríski tónsmiðurinn John Williams sem á heiðurinn á því að hafa skapað tónlistina fyrir hina sívinsælu Stjörnustríðsmyndir. Sinfóníuhljómsveitin hélt sambærilega tónleika árið 2009 þar sem færri komust að en vildu.

Síðastliðinn þriðjudag (30. október) hófst Star Wars ljósmyndakeppni á vegum Nörd Norðursins, sem er íslenskur vefur tileinkaður því sem telst nördalegt; tölvuleikjum, hrollvekjum, vísindaskáldskap, tækni, borðspilum og fleiru.  Í keppninni þurfa íslenskir Star Wars unnendur að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og senda inn ljósmyndir sem tengjast Star Wars á einhvern hátt, og sem þeir telja að muni heilla dómnefndina upp úr skónum. Nú þegar hafa myndir borist í keppnina, en umsóknarfrestur til þátttöku rennur út föstudaginn 16. nóvember.

Fyrr á árinu stóð Nörd Norðursins fyrir leitinni að nördalegasta flúri Íslands þar sem 50 þátttakenndur tóku þátt og sendu myndir af flúrum sínum sem tengdust meðal annars tölvuleikjum, sjónvarpsþáttum, ofurhetjum, vísindamönnum, efnaformúlum o.fl.

Markmið Nörd Norðursins er að efla íslenskan nördisma og er Star Wars ljósmyndakeppnin liður í þeirri baráttu.

Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...