Close Menu
    Nýjar fréttir

    Svarthol Microsoft gleypir framtíð leikjanna – Samfélagsmiðlar loga af reiði

    05.07.2025

    Capcom og Aniplex kynna nýjan Resident Evil-leik fyrir snjalltæki

    05.07.2025

    9.000 missa störf sín – Stöðvun stórleikja – Hvert stefnir Microsoft Gaming?

    04.07.2025

    Helldivers 2 kemur út á Xbox – tímamót í leikjaútgáfustefnu Sony

    03.07.2025
    1 2 3 … 256 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Incoming
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Xbox
      • Rafíþróttir
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured
      50

      Leikjarýni: Tónlistin heillar, en leikurinn sjálfur nær ekki sömu hæðum – þarfnast enn talsverðrar yfirferðar

      Chef-Jack30.06.2025
      Recent
      5.0

      Leikjarýni: Tónlistin heillar, en leikurinn sjálfur nær ekki sömu hæðum – þarfnast enn talsverðrar yfirferðar

      30.06.2025
      6.0

      Leikjarýni: Run Pizza Run – Hraði, hætta og heit pizza

      26.06.2025
      6.0

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Fréttabréf
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Tölvuleikir»Svarthol Microsoft gleypir framtíð leikjanna – Samfélagsmiðlar loga af reiði
    Svarthol
    Tölvuleikir

    Svarthol Microsoft gleypir framtíð leikjanna – Samfélagsmiðlar loga af reiði

    Chef-Jack05.07.20254 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link

    Svarthol

    Leikjaiðnaðurinn dregur andann djúpt eftir að Microsoft tilkynnti nýja bylgju uppsagna, sem nú þegar hefur leitt til lokunar stúdíóa, niðurfellingar stórra leikjaverkefna og gríðarlegrar óvissu um framtíð margra þróunarteyma.

    Microsoft hefur ráðist í enn eina umfangsmikla fækkun starfsfólks. Um er að ræða þúsundir uppsagna, þar af fjölda starfsmanna sem störfuðu innan Xbox-deildarinnar og hinna ýmsu leikjaframleiðslueininga fyrirtækisins. Samkvæmt opinberum tölum hefur tæplega helmingur hinna nýjustu uppsagna bitnað beint á leikjaþróunarfólki.

    Leikir felldir niður og stúdíó lokað

    Meðal þeirra verkefna sem hafa orðið undir er endurvakningin á hinum margfræga hasarleik Perfect Dark, sem þróaður var af stúdíóinu The Initiative. Því hefur nú verið lokað, og þróun leiksins stöðvuð.
    Sömuleiðis hefur verkefnið Everwild, ævintýraleikur frá breska stúdíóinu Rare, verið blásið af eftir margra ára þróun.

    ZeniMax Online Studios hefur einnig orðið fyrir miklum skakkaföllum, en þar hefur þróun nýs fjölspilunarleiks – sem bar vinnuheitið Project Blackbird – verið stöðvuð, þrátt fyrir að hafa notið innri stuðnings og áhuga háttsettra stjórnenda Xbox. Sagt er að Phil Spencer, yfirmaður Xbox, hafi haft það mikla ánægju af prufuútgáfu leiksins að hann hafi þurft að vera stöðvaður í spilun til að sinna öðrum verkefnum.

    Að auki hefur verulega verið skorið niður hjá Turn 10 Studios, sem stendur að baki vinsælu Forza Motorsport leikjunum. Þar missti um helmingur starfsfólksins störf, sem hefur vakið mikla athygli í greininni.

    Reiði og vonleysi í röðum leikjafólks

    Viðbrögð úr leikjaiðnaðinum hafa verið hörð og tilfinningaþrungin. Michael Douse, framkvæmdastjóri útgáfumála hjá Larian Studios (Baldur’s Gate 3), lýsti ástandinu með eftirminnilegum orðum:

    „Þetta er eins og risastórt svarthol sem gleypir allt – og spýtir út beinagrindum.“

    Hann bætti við að framtíð greinarinnar væri sífellt óljósari:

    „Á hverjum einasta degi er erfiðara að sjá hvert þessi iðnaður stefnir.“

    Just a giant black hole sucking everything in, and spitting out bones. While I’m excited for more games, it’s important to remember that behind all the PR and hype is the simple truth that they bought portfolios, not people. When you’re bought, they’re not buying *you*.… https://t.co/toNkZtK3ax

    — Very AFK (@Cromwelp) July 2, 2025

    Fleiri hafa tekið undir þessi orð og lýst áhyggjum af því hvernig stórfyrirtæki, sem í orði kveðnu styðja nýsköpun og listrænt frelsi, sýni í verki að þau eru fyrst og fremst rekin af skammtímahagsmunum og fjárhagslegum hagsmunavörslu hluthafa.

    „Xbox er að deyja og Sony virðist fylgja Microsoft í gröfina.
    Nintendo á varla lengur raunverulega samkeppni – þeir þurfa ekki einu sinni að innovate-a til að halda sér á floti.
    Tímarnir hafa breyst. PC-leikjaspilun er framtíðin.“

    Skrifar einn íslenskur tölvuleikjaspilari með augljósar áhyggjur af þróun mála í leikjaiðnaðinum.

    Reyndi hreyfimyndasmiðurinn Robert Morrison, sem starfað hefur við leiki á borð við The Last of Us og God of War, skrifar:

    „Gamalt og rótgróið vandamál í leikjaiðnaðinum er að of margir í stjórnunarstöðum hafa fengið að mistakast – og samt komist áfram.

    Fólk sem tekur slæmar ákvarðanir byggðar á vondum hugmyndum, sem leiða til þess að verkefni eru felld niður, sölutölur daprar og stúdíó loka.

    Þeir kunna að tala fyrir sig og eiga auðvelt með að eignast vini – en eru ekki góðir í að búa til frábæra leiki.

    Þeir halda vinnunni, fá jafnvel stöðuhækkun, og allir aðrir bera kostnaðinn.“

    Patrick Wren, fyrrverandi starfsmaður Halo og einn af reyndustu þróunaraðilum Respawn, segir:

    „Í dag bætist enn eitt hneykslið í leikjaiðnaðinn. Á hverjum degi verður erfiðara að sjá hvert þessi iðnaður stefnir.“

    Today is just another travesty in the game industry.

    Every day it’s hard to see what the future of this industry is.

    — Patrick Wren (@Witdarkstar) July 2, 2025

    Uppsagnir í skugga yfirtaka

    Uppsagnirnar koma í kjölfar umfangsmikilla yfirtaka Microsoft á undanförnum árum, þar á meðal kaupum á ZeniMax Media og Activision Blizzard, þar sem milljarðar dollara hafa runnið til eignarhalds í helstu stúdíóum iðnaðarins.

    Þrátt fyrir yfirlýsingar um að framtíðaráform fyrirtækisins á sviði vélbúnaðar og leikjaframleiðslu hafi aldrei litið betur út, þá líta margir þetta sem merki um öfugan veruleika – þar sem metnaðarfull verkefni eru skorin niður áður en þau fá raunverulega tækifæri til að njóta sín.

    Óvissa og ótti ríkir

    Þessi atburðarás hefur dregið fram kvíða og vonleysi í röðum leikjafólks víðsvegar um heiminn. Með hverri nýrri uppsagnarbylgju virðist skapandi umhverfi þróunarstúdía verða brothættara, og spurningin brennur á vörum margra: Hverju er fórnað – og fyrir hvað?

    Activision Blizzard Everwild Forza Motorsport Microsoft Phil Spencer Project Blackbird Rare The Initiative Turn 10 Studios Xbox ZeniMax Online Studio
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Capcom og Aniplex kynna nýjan Resident Evil-leik fyrir snjalltæki

    05.07.2025

    9.000 missa störf sín – Stöðvun stórleikja – Hvert stefnir Microsoft Gaming?

    04.07.2025

    Helldivers 2 kemur út á Xbox – tímamót í leikjaútgáfustefnu Sony

    03.07.2025

    Tölvuleikir í útrýmingarhættu – Evrópsk herferð krefst lagabreytinga – Undirskriftasöfnunin Stop Killing Games nálgast tímamót

    03.07.2025
    Við mælum með

    Flock Off! – Fjórir vinir, eitt hálendi og fullt af zombíukindum – nýr íslenskur tölvuleikur kynntur

    26.06.2025
    6.0

    Leikjarýni: Run Pizza Run – Hraði, hætta og heit pizza

    26.06.2025

    eSports.is með glænýja heimasíðu: Áherslan á rafíþróttir og leikjamenningu aukin til muna

    19.06.2025

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025
    1 2 3 Next
    Mest lesið
    • 9.000 missa störf sín - Stöðvun stórleikja - Hvert stefnir Microsoft Gaming? Phil Spencer áfram sem forstjóri Xbox
      9.000 missa störf sín – Stöðvun stórleikja – Hvert stefnir Microsoft Gaming?
      04.07.2025
    • Breytingar hjá Wildcard vekja hörð viðbrögð hjá Counter-Strike samfélagsins – stanislaw og phzy settir á bekkinn
      Breytingar hjá Wildcard vekja hörð viðbrögð hjá Counter-Strike samfélaginu – stanislaw og phzy settir á bekkinn
      02.07.2025
    • Skemmtilegt streymi hjá GameTíví - Death Stranding 2
      Skemmtilegt streymi hjá GameTíví – en svo birtust einkaskilaboð sem enginn bjóst við
      29.06.2025
    • Marvel Rivals
      Íslenskur rafíþróttamaður gagnrýnir keppnisfyrirkomulag eftir dramatískan ósigur – Virtus.pro missir af Kína
      30.06.2025
    • Stop Killing Games
      Tölvuleikir í útrýmingarhættu – Evrópsk herferð krefst lagabreytinga – Undirskriftasöfnunin Stop Killing Games nálgast tímamót
      03.07.2025
    Leikjarýni í vinnslu

    3. júlí 2025
    Engin leikjarýni er í vinnslu eins og er.

    30. júní 2025
    Nýjasta leikjarýnin komin út – The Book of Aaru.

    26. júní:
    Nýleg leikjarýni: – Run Pizza Run

    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.