Heim / Lan-, online mót / TEN5ION sigraði | 10 þúsund í verðlaun frá Tölvuvirkni | Skoðaðu myndirnar frá úrslitleiknum hér
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

TEN5ION sigraði | 10 þúsund í verðlaun frá Tölvuvirkni | Skoðaðu myndirnar frá úrslitleiknum hér

Counter Strike Source online mót - 07 jan. 2013

Úrslitaleikur í Counter Strike:Source online mótinu var haldin í kvöld [7. janúar 2013], en þar kepptu Shockwave vs Ten5ion og keppnisfyrirkomulagið var Bo3.  21 lið voru skráð í mótið sem hófst 18. desember 2012 og þessi skráning kom mörgum á óvart enda ekki búist við svo mörgum liðum í mótið.  Að meðaltali voru um 35 manns sem horfðu á úrslitaleikinn og í kringum 20 css spilarar voru samankomin á mumble að hlusta á ruglið í hverjum öðrum sem kepptust við að setja út á allt og alla, en þó kom hrós inn á milli.

Fyrst var mappið Season spilað og í fyrri hálfleik lék TEN5ION sem Counter Terrorist (CT) og Shockwave sem Terrorist.  Leikurinn byrjaði ansi brösulega þar sem spilarinn TMZY í Shockwave lenti í vandræðum með tölvuna sína og var leikurinn settur á pásu og var staðan þá 1 – 5 Shockwave í vil.

Eftir nokkra mínútu pásu þá hófst leikurinn að nýju og það var eins og einhver túrbó vél hafi farið af stað hjá TEN5ION en áður en varir þá var staðan 7 – 5 fyrir TEN5ION og sigurgangan hélt áfram og endaði leikurinn 10-5 fyrir TEN5ION sem CT.

Seinni hálfleikur fór strax af stað TEN5ION sem Terrorist og Shockwave sem CT.  Fín byrjun hjá Shockwave, 3 – 0 og sjokkbylgjuvélin farin að mylja grjót, en svo sagði TEN5ION STOPP og völtuðu yfir Shockwave sem endaði með sigri TEN5ION og staðreynd 16 – 10 fyrir þeim síðarnefnda.

Því næst var mappið Inferno og Shockwave spilar sem Counter Terrorist og TEN5ION sem Terrorist.  Byrjaði vel hjá Shockwave 5 – 2 og greinilega öruggir með að sigra, enda spiluðu þeir mikinn varnarleik, aftarlega og ekki þurrkuntulega, en síðan fóru TEN5ION aðeins að láta vita að sér, en leikurinn var frekar jafn framan af í fyrri hálfleik sem endaði með sigri Shockwave 9 – 6.

Seinni hálfleikur byrjaði með látum hjá TEN5ION sem CT og það var ekki hægt að horfa á eitt Gangnam style myndband þar sem þeir voru komnir með 10 – 0 á notime og sigurinn í höfn, 16 – 9 fyrir TEN5ION og urðu þar með’ sigurvegarar mótsins eftir sigur í tveimur möppum af þremur (Bo3) og óskum við þeim innilega til hamingju með verðskuldaðan sigur.

TEN5ION færi að launum 10 þúsund frá Tölvuvirkni.

Þúsund þakkir til kruzer sem hefur staðið sig frábærlega sem admin mótsins og hlökkum til að halda annað online mót með svona glæsilegum liðum, spilurum og að sjálfsögðu kruser sem admin 🙂

Um leið og eSports.is þakkar fyrir frábært mót, þá birtum við hér myndir frá úrslitleiknum, njótið vel:

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...