„Þetta verður svona aðeins snarpara vegna þess að þetta eru bara þrír dagar,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem ætlar að lýsa Reykjavík International Games (RIG) í Fortnite í beinni útsendingu. Mótið hefst með undankeppni miðvikudaginn 15. janúar og heldur síðan áfram viku síðar, 22. janúar. Keppt verður í hefðbundnum Battle Royal þar til aðeins tíu standa uppi og mætast í úrslitum í Laugardalshöll laugardaginn 25. janúar. Skráning á RIG 2025 í Fortnite er enn í gangi hér þar sem einnig má nálgast allar frekari upplýsingar. „Ég lýsti fjórum eða fimm umferðum í ELKO-Deildinni og það var mjög gaman en þetta…
Lesa meira