Heim / PC leikir / Er Shroud besti PUBG spilari í heimi?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Er Shroud besti PUBG spilari í heimi?

Michael Grzesiek - Shroud

Michael Grzesiek eða betur þekktur sem Shroud er einn fremsti Counter-Strike: Global Offensive spilari heims. Shroud spilaði með CS:GO liðinu Cloud9 í þrjú ár og í ágúst s.l. tilkynnti Shroud að hann væri hættur í Cloud9 og snúa sér alfarið að streama á twitch.tv.

Síðan þá hefur Shroud spilað leikinn PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) sem margir hverja þekkja enda einn mest seldi leikur í heimi eða rúmlega 30 milljón eintök hafa verið seld og mest spilun á Steam var 3 milljón spilarar að spila í einu.

 

Það eru auðvitað stór nöfn í PUBG leikjasamfélaginu summit1g, ChocoTaco, Dr. Disrespect ofl. ofl. en sá síðarnefndi hefur tekið sér frí frá twitch til að bjarga hjónabandinu eftir framhjáhaldið hans, en í meðfylgjandi myndbandi má sjá tilkynninguna frá Dr. Disrespect:

Það eru margar ástæður fyrir því að Shroud er talinn vera einn besti PUBG spilari heims.

Að horfa á Shroud að spila PUBG er einstaklega góð skemmtun, drengurinn er ótrúlega yfirvegaður, rólegur og er allan tímann með á hreinu hvar óvinirnir eru og ef hann er ekki viss þá fer hann rólega yfir svæðið og peakar í öll skúmaskot þangað til að hann er orðinn öruggur að enginn óvinur er nálægt.

Hvernig hann talar er mjög róandi og allan tímann er ekkert öskur eða læti eins og oft gerist hjá spilurum.

Shroud er góður í nær öllum vopnum í PUBG, sniper, scar, AK, Shotgun ofl. og snillingur með grensur. Það er alveg ljóst að vera einn besti CS:GO spilari heims kemur sér að góðum notum í PUBG, reflex er hrikalega gott hjá honum, fljótur að spotta út minnstu hreyfingu og fljótur að reikna út umhverfið.

Til gamans má geta að Deadmau5 bauð Shroud í afmælið sitt í þessu streami hér og á Instagram aðgangi Deadmau5 má sjá Shroud í 37 ára afmælinu:

 

Það virðist ekki skipta miklu máli hvort Shroud spilar Solo, Duo eða Squat því að kjúklingaveislan er í matinn nær í hvert skipti sem að hann spilar.

Í PUBG eru því miður svindlarar (hackers) eins og í öllum öðrum leikjum, en af þeim 30 milljón eintaka sem keypt hafa eru 1.5 milljón verið bönnuð frá leiknum. Það er einstaklega gaman að sjá þegar Shroud drepur svindlarana í leiknum, en í meðfylgjandi myndbandi má sjá klippur þegar frægir twitch lenda í svindlurum:

Við mælum með að fylgjast vel með honum á twitch hér, ekki bara að hann er góður spilari heldur er hann mjög duglegur að gefa tips & tricks fyrir þá sem vilja ná lengra í leiknum.

Að lokum er hér myndband sem sýnir nokkra hápunkta á ferli Shroud í CS:GO sem að Cloud9 tók saman:

Shroud á internetinu ógurlega:

Twitch

YouTube

Twitter

Facebook

ESEA

Mynd: samansett

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti ...