Í kvöld klukkan 20:00 býður GameTíví upp á einstaka beina útsendingu þar sem leikurinn Death Stranding 2 verður spilaður í fyrsta sinn á rásinni. Óli Jóels og Dói stýra leiknum og lofað er spennandi kvöldstund með óvæntum glaðningum.
Áhorfendur eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun á meðan á útsendingunni stendur, þar á meðal safnarútgáfu af Death Stranding 2, pizzur og ýmislegt fleira.
Beint streymi fer fram á Twitch-rás GameTíví.