[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / GameTíví prófar Kingdom Come: Deliverance 2 – Er þetta hlutverkaleikur ársins?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

GameTíví prófar Kingdom Come: Deliverance 2 – Er þetta hlutverkaleikur ársins?

Kingdom Come: Deliverance 2

Kingdom Come: Deliverance 2

Kingdom Come: Deliverance 2 er nýjasta útgáfa Warhorse Studios og er talinn vera einn af bestu hlutverkaleikjum ársins 2025.  Leikurinn heldur áfram sögu Henrys og Hans frá fyrri leiknum, þar sem þeir leggja af stað í nýtt ævintýri sem fljótlega fer úr böndunum.

Spilarar þurfa að huga að grunnþörfum persónanna, svo sem að borða, sofa og viðhalda hreinlæti, sem gerir leikinn krefjandi og raunverulegan.

Bardagakerfið hefur verið betrumbætt frá fyrri leiknum og býður upp á fimm mismunandi árásar- og varnarstefnur, sem krefjast nákvæmni og einbeitingar.  Leikurinn státar af stórum og ítarlegum heimi með fjölbreyttum hliðarverkefnum sem bæta við dýpt og skemmtun.

Kingdom Come: Deliverance II kom út í dag 4. febrúar 2025 og verður útgáfustreymi í beinni í kvöld hjá GameTíví með giveaway og læti.

Mynd: Steam

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]