Heim / Lan-, online mót / King of Nordic CS:GO á Íslandi.
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

King of Nordic CS:GO á Íslandi.

Counter-Strike: Global Offensive (CS: GO)

Loksins, loksins!
Eftir að hafa verið skildir úti í kuldanum fjögur tímabil í röð hafa King of Nordic loksins séð að Ísland er betri en þeir í nánast hvaða íþrótt sem er. Þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega 300.000 þá höfum við kennt Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hvernig á að spila handbolta, körfubolta og fótbolta… og núna er komið að CS:GO!

Við hjá eSports.is munum halda utan um „one day cup“ bo1 vikulega, það lið sem vinnur fær að keppa í King of Nordic sem er haldið á föstudögum. Ef skráning fer ekki yfir átta liða þá gefum við okkur þann rétt að velja eitt lið sem mun taka þátt fyrir Íslands hönd í KoN. Þetta er frábær stökkpallur fyrir íslensk lið og verður gaman að sjá hvernig við munum höndla að spila á móti top liðum frá norðurlöndum.

King of Nordic er með stúdíó í Svíþjóð og munu leikirnir verða streamaðir á twitch síðu þeirra – www.twitch.tv/kingofnordic og oft eru mörg þúsund manns að horfa á. Endilega látið félaga ykkar vita og fylgist vel með á eSports.is

Skráning verður tilkynnt síðar.

Um TurboDrake

Það þarf vart að kynna CS goðsögnina TurboDrake, en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á keppnum og hefur mikla ástríðu á CS leiknum. Hægt er að hafa samband við TurboDrake á netfangið [email protected]

Svara

x

Check Also

Veislan heldur áfram í King of Nordic

Eftir gríðarlega spennandi leik í ...