Author: TurboDrake

Þann 14. til 15. desember verður haldið Íslandsmótið í StarCraft 2 – LOTV. Mótið verður haldið á Korpúlfstöðum og aðeins geta 20-25 manns tekið þátt og mun kosta 3.500 kr á hvern leikmann. Skráning mun fara fram inná www.1337.is og mun ég láta vita hvenær skráning opnar. (Líklega mánuði fyrir mót) Endilega ef þið eruð með spurningar, ekki hika við að spyrja. Kveðja turboD

Lesa meira

Nú er komið að seinasta King of Nordic þættinum í annari seríu þar sem Ísland tekur þátt og er óhætt að segja að gengið hjá Íslensku liðunum hefur ekki verið gott. Því miður erum við að endurtaka seinasta tímabil með því að enda með skorið 0 – 10. Ekki er öll von úti því einn þáttur er eftir að þessari seríu og skorum við á Íslensk lið til þess að taka þátt þann 24.apríl klukkan 18:00. Oft hafa Íslensku lið verið mjög nálægt því að vinna leik í aðal keppninni en eitthvern veginn hafa þau misstigið sig á loka metrunum,…

Lesa meira

King of Nordic í kvöld! VYE spilar fyrir hönd Íslands! Herlegheitin hefjast klukkan 17:00 og byrja okkar menn klukkan 18:15 á móti Danmörk. Hægt er að sjá umfjöllun um leikinn á HÉR og verður leikurinn sýndur inná Twitch síðu KON www.twitch.tv/kingofnordic VYE sigraði Rize Gaming í úrslitum 16-13 .. VYE hafa þá jafnað Warmonkeys í fjórum King of Nordic sigrum. Endilega tjúnið inná á www.twitch.tv/kingofnordic og styðjum okkar menn! ÁFRAM Ísland og ÁFRAM VYE!

Lesa meira

Seven spila fyrir hönd Íslands í King of Nordic á föstudaginn eftir að hafa unnið íslensku undankeppnina. Gaman verður að sjá íslandsmeistara í Seven spila í King of Nordic á föstudaginn 17.mars. Hægt verður að fylgjast með inná stream síðu King of Nordic, twitch.tv/kingofnordic og byrjar útsending klukkan 18:00. Seven lineup. Birgir „sPiKe“ Ágústsson Brynjar „denos“ Jóhannsson Hafþór „detinate“ Pétursson Stefán „clvR“ Dagbjartsson Bergur „Tight“ Jóhannsson Facebook síða Seven

Lesa meira

CAZ esports vs Dux Bellorum Góður leikur hér á ferð, að mínu mati ættu CAZ esports að taka þennan leik en Dux Bellorum hafa oft hrekkt „stóru“ liðin. Sem dæmi sigruðu þeir Seven á seinasta Tudda lani og Vordeild Tuddans 2016 spiluðu þeir við Warmonkeys og endaði sá leikur 28-25 fyrir Warmonkeys. Bæði lið ættu að vilja spila mirage, cache jafnvel train en ég spái því að þetta endi í mirage. CAZ esports hafa verið að spila mjög mikið uppá síðkastið og unnið lið einsog WORTEX frá svíþjóð og næsta besta liðið frá Polandi Pride. Ég spái CAZ esports sigri en alls…

Lesa meira

Dux Bellorum vs Paria Án ef skemmtilegasti leikurinn í umferðinni, bæði lið töpuðu í fyrstu umferð Dux Bellorum á móti Rónar Reykjavíkur og Paria á móti Seven. Ég spái því að bæði lið komi vitlaus í þennan leik og ætli sér sigur… aðsjálfsögðu. Bæði lið vilja spila cache, mirage jafnvel overpass ég spái því að þetta endar í cache. Dux Bellorum eru þekktir fyrir að vera mikið betri online heldur en á lani og verður þetta erfitt fyrir Paria þar sem þeir eru akkúrat öfugt betri á lani t.d þeir hafa aldrei droppað mappi í riðlum á lani nema á móti Malefiq…

Lesa meira

Ég ætla mér að spá fyrir alla leiki í úrvalsdeild Tuddans Vordeild 2017 en var örlítið seinn núna og hafa tveir leikir klárast af fjórum. Verði ykkur að góðu og vonandi verð ég á réttum tíma með Turbo talar fyrir næstu viku. Dux Bellorum vs Rónar Reykjavíkur Þessi leikur er búin og endaði hann 16-13 fyrir nýliðunum í Rónar Reykjavíkur, gríðarlega góð byrjun hjá þeim. Kortið sem var spilað var de_cache sem er sterkt kort hjá Dux Bellorum þannig þetta kemur svolítið á óvart. Verður spennandi að sjá Rónar Reykjavíkur spila og ekki spurning að Dux Bellorum strákarnir koma óðir í næsta leik á…

Lesa meira

Eftir gríðarlega spennandi leik í seinustu viku tókst Warmonkeys ekki að sigra öflugt lið frá Noregi og endaði leikurinn á tvöfaldri framlengingu 22-19 fyrir Noreg. EN NÚNA! Er komið að Tótavaktinni og spila þeir fyrir hönds Íslands í KING OF NORDIC í kvöld gegn öflugu liði frá Finnlandi. Liðið sem vinnur þá viðureign mætir annað hvort dönsku eða norsku liði en sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir Svíþjóð í úrslitaleik. Endilega kíkið við á Twitch rásinni HÉR í kvöld og sýnið strákunum stuðning! Fyrir þá sem hafa áhuga á slíku þá er hægt að veðja á leikinn í gegnum HLTV.org, nánari upplýsingar um leikinn…

Lesa meira

Ísland spilar á móti Noreg í kvöld í King of Nordic! Strákarnir spila fyrir hönd Íslands í KON í kvöld og byrjar veislan klukkan 18:00 á íslenskum tíma. Lið Noregs er gríðarlega sterkt og má búast við sterkri mótspyrnu, en okkar menn eru staðráðnir að sigra þennan leik. Hægt verður að horfa HÉR. Umfjöllun inná hltv.org HÉR. Lið noregs: Lið íslands: Áfram Ísland og áfram Warmonkeys!

Lesa meira

Eftir að hafa verið hlátursefni seinasta tímabils í King of Nordic er komið að öðrum þátt og erum við staðráðnir að láta finna fyrir okkur í ár! Næsta tímabil í KON er hafið og hefur formatinu verið breytt í aðalkeppni KON. Allir leikir í KON verða spilaðir á föstudögum og byrjar veislan klukkan 18:00 þar sem lið frá Svíþjóð, Noreg, Danmörk, Finnlandi og Íslandi keppa, öllum leikum verður streamað inná twitch síðu KON hægt verður að fylgjast með HÉR. Ekki hefur verið ákveðið á hvaða degi íslenski qualifierinn verður spilaður en það verður auglýst vel á facebook síðu íslenska samfélagsins…

Lesa meira