[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / WoW 11.1 kynnir Dríslinga-borgina Undermine
Auglýsa á esports.is?

WoW 11.1 kynnir Dríslinga-borgina Undermine

Blizzard- World of Warcraft, Patch 11.1 - Undermine

Blizzard hefur tilkynnt að næsta stóra uppfærslan fyrir World of Warcraft, Patch 11.1, verði gefin út 25. febrúar 2025. Þessi uppfærsla, sem ber heitið „Undermined“, mun kynna til sögunnar nýtt svæði, höfuðborgina Undermine, sem er heimili sjálfselsku, klikkuðu og gráðugu Dríslingana (Goblin).  Í tilkynningu frá Blizzard segir að þar munu leikmenn geta keyrt og uppfært bíla, tekið þátt í mismunandi kartellum og kannað nýja dýflissu sem kallast Operation: Floodgate.

Uppfærslan verður gefin út í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn, sem kemur 25. febrúar, mun innihalda D.R.I.V.E. kerfið, nýjar Delves, nýtt PvP kort ofl. Seinni hlutinn, sem kemur 2. mars, mun innihalda „Liberation of Undermine“ árásina, þar sem leikmenn geta barist við andstæðinginn Gallywix.

Þessi uppfærsla lofar að bæta við spennandi nýju efni og eiginleikum fyrir World of Warcraft spilara, með áherslu á Dríslingana og þeirra heim.

Myndir: blizzard.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

World of Warcraft

World of Warcraft gæti verið að ná sínum hæstu hæðum til þessa

Legion, nýjasti aukapakkinn fyrir fjölspilunarleikinn ...