Author: Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
„Við bjuggum síðuna og leikjaþjóninn til alveg sjálf og settum þetta allt saman upp. Við sjáum líka um fjármálin sjálf, en ef það verður of flókið þarf mamma stundum að hjálpa okkur,“ segir hinn 14 ára gamli Guðni Natan Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið um heimasíðuna osom.is sem hann heldur úti ásamt tvíburasystur sinni, Sigríði Stellu Gunnarsdóttur. Heimasíðan er kynningarsíða fyrir leikjaþjóninn osom.is í leiknum Minecraft. Eitthvað virðist vera hálfklárað verkefni hjá þeim á heimasíðunni, en ekki er hægt að fara á síðuna beint með osom.is, heldur þarf að skilgreina www. á undan léninu, þ.e. www.osom.is.
Leeroy kemur hér með nýja myndbandsklippu í leiknum Counter Strike:Source af spilaranum Ritch. Leeroy segir að hann sé með í vinnslu 50 sekúndu klippu af sama spilara. Lagið í myndbandinu er frá A 1 og heitir Youth Blood. Youtube rás Leeroy
Ástþór póstar á spjallið skemmtilegt vídeó sem hann gerði í leiknum Call of Duty 4 og tekur fram að hann er ekki spilarinn í myndbandinu, heldur var hann að prufa sig áfram í promod editing.
Það er búið að vera miklar uppfærslur í dag á eSports.is og má þar nefna Shoutbox sem hefur verið gert virkt hér til hægri á forsíðunni sem inniheldur einnig einkaspjall ( private chat ), skipt var út gamla comment kerfinu í fréttunum í facebook comment og nú það nýjasta er könnunaform. Takið þátt í könnun: [poll id=“2″]
Við höldum áfram að betrumbæta eSports.is, en við bættum við Shoutboxi ásamt einkaspjalli í dag og nú er búið að skipta út gamla comment kerfinu í fréttunum í facebook comment sem flest allir ættu nú að kannast við. Hafið það hrikalega gott um páskana og ekki borða yfir ykkur af páskaeggjum 🙂
Shoutbox og einkaspjall (private chat) gert virkt á forsíðunni – Aðeins innskráðir notendur geta séð
Shoutbox hefur verið gert virkt hér til hægri á forsíðunni sem inniheldur einnig einkaspjall ( private chat ). Notkunin ættu margir hverjir að kannast við, þ.e. þetta hefbundna að skrifa í gluggann neðst í Shoutboxinu og skrifa og senda inn og eins er hægt að hafa smilies með osfr. Einnig geta notendur smellt á notendanafn viðkomanda í Shoutboxinu og óskað eftir einkaspjalli og fær viðtakandi skilaboð um að smella á þitt notendanafn og hefja einkaspjall og opnast þá sjálfkrafa nýr gluggi.
Nokkrir Team Fortress 2 (TF2) spilarar hafa sett af stað skráningu í online mót, en það ræðst á þátttöku í mótið. Keppt verður í 4v4 í Ctf_turbine, en CTF er capture the flag mod þar sem leikmenn keppast við að ná flaggi (eða skjalatöskunni góðu) af hinu liðinu, þ.e. fyrstur til að ná 3 töskum vinnur og kemst í næstu umferð. Allir classar verða leyfðir en einungis má nota „Original Loadout“, nema að medic mega allt rollout. Keppt verður um metal sem er notað in game til að crafta úr. Skráning: Þeir sem hafa áhuga er bent á að senda…
Ekki það besta segir Leeroy á spjallinu um nýja Counter Strike:Source myndbandið sem hann hefur gert og heitir Blue Shift. Þó svo að Leeroy finnist ekki nógu gott, þá er myndbandið samt ansi flott. Lagið sem notað er með í myndbandinu er eftir norska snillingana Ketil og Ulrik og heitir Lemaitre – Blue Shift. Youtube rás Leeroy. Fylgstu með eSports.is á facebook hér.
Opnunartími um Páskana hjá Tölvuvirkni er eftirfarandi: 5. apríl Skírdagur :Lokað 6. apríl Föstudagurinn langi : Lokað 7. apríl Laugardagur : Opið 10:00-16:00 8. apríl Páskadagur : Lokað 9. apríl Annar í Páskum Lokað Mælum með að kíkja á fermingarpakkana hjá Tölvuvirkni, en hægt er að versla fínar leikjatölvur með öllu sem þarf í nýjustu leikina í dag. www.tolvuvirkni.is
Íslenska Counter Strike:Source liðið TRY2STOP hefur gengið til liðs við Ministry Of Darkness (MoD) heitir nú MoD.Fire og eru nú tvö lið íslensk lið starfrækt í MoD samtökunum en hitt heitir MoD.Ice. Í MoD.Fire eru: Narko (leader) Stranger (leader) ceRiz! hKon* le0 hybrid Mucho (trial) „Bara allt önnur lið, engin tengsl, sami sponsor, það eina myndi ég segja er að við í Fire náttúrulega miklu skemmtilegri“, sagði Narko í samtali við eSports.is aðspurður um muninn á fire og ice. „Höfum verið að spila í UNGL og erum í laddernum þar og tökum þátt í öllum cups þar“, en hvernig hefur…