Heim / PC leikir / Einn vinsælasti tölvuleikur ársins veltir 220 milljarðar á síðasta ári
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Einn vinsælasti tölvuleikur ársins veltir 220 milljarðar á síðasta ári

Fortnite

Fortnite er einn vinsælasti tölvuleikurinn í dag, þremur árum eftir að hann kom á markaðinn. Á síðasta ári námu tekjur framleiðanda leiksins sem svarar til 220 milljarða íslenskra króna sem verður að teljast ansi gott. Þetta eru þó fjórðungi minni tekjur en 2018 sem var besta ár leiksins til þessa.

CNN skýrir frá þessu, sem dv.is vekur athygli á. Tekjurnar 2018 eru mestu tekjur sem hafa fengist af tölvuleik í gegnum tíðina. Fortnite sat því á toppi tekjulistans 2018 og aftur í fyrra þrátt fyrir töluverðan samdrátt.

Leikurinn er sérstaklega vinsæll hjá yngri börnum en eitt helsta vörumerki hans er að hann líkist teiknimyndum mikið. Leikurinn byggir á vinsælu módeli þar sem notendurnir geta keypt eitt og annað sem getur gagnast þeim í leiknum. Þá hefur Epic Games, framleiðandi leiksins, þótt standa sig vel í að vekja athygli á honum með fjölbreyttum aðferðum.

Mynd: epicgames.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara