Close Menu
    Nýjar fréttir

    Epic Games gefur svikurum engan afslátt – höfðar mál gegn forriturum

    13.06.2025

    Esports World Cup 2025: Stærsta rafíþróttamót sögunnar haldið í Sádi-Arabíu

    12.06.2025

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Úr öskunni rís Element X – nýtt stórlið úr leifum EXO Clan og Element 6

    10.06.2025
    1 2 3 … 245 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Rafíþróttir
      • Xbox
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»PC leikir»Rafíþróttadeild Fylkis heldur kynningarfund í nýrri aðstöðu sinni í Fylkisselinu
    Rafíþróttadeild Fylkis
    PC leikir

    Rafíþróttadeild Fylkis heldur kynningarfund í nýrri aðstöðu sinni í Fylkisselinu

    Chef-Jack23.11.20193 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link

    Rafíþróttadeild Fylkis

    Mánudaginn 25. nóvember mun Rafíþróttadeild Fylkis halda kynningarfund í nýrri aðstöðu sinni í Fylkisselinu, Norðlingabraut 12, þar sem Fimleika- og karatedeildir Fylkis eru einnig til húsa.

    Í fréttatilkynningu segir að kynnt verður hvað rafíþróttir eru og hvernig starfsemi Rafíþróttadeildarinnar verður háttað.

    Deildin verður með barna- og unglingastarf og stefnir að því að nýta tölvuleikjaspilun á jákvæðan, heilbrigðan og uppbyggjandi hátt og bæta samskipti milli foreldra og barna hvað varðar rafíþróttaiðkun.  Eitt aðalmarkmið deildarinnar er að koma í veg fyrir félagslega einangrun krakka sem leita í tölvuleiki og virkja þau félagslega í ungmennastarfi Fylkis.

    Deildin mun bjóða upp á æfingar í öllum helstu rafíþróttagreinum. Sem dæmi má nefna Fortnite, FIFA, Counter-Strike, Overwatch og League of Legends.

    Þriðjungur hverrar æfingar verður varið í líkamlega- og andlega uppbyggingu áður en setist er í tölvurnar. Æft verður tvisvar í viku í hverri grein, níutíu mínútur í senn. Æfingarnar verða aldursskiptar, annars vegar æfa krakkar í 5.-7. bekk saman og hins vegar þau sem eru í 8-.10. bekk.

    Dagskrá

    Arnar Hólm – Kl: 20:00 – 20:40
    Arnar Hólm, eigandi Rafíþróttaskólans, netveru.is og fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, hefur víðtæka reynslu af skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni og mun halda fyrirlestur um hvernig hægt er að iðka rafíþróttir á heilbrigðan máta með skipulagðri starfsemi.

    Aron Ólafsson – Kl: 20:40-21:00
    Aron Ólafsson formaður Rafíþróttadeildar Fylkis hefur starfað fyrir breskt rafíþróttafélag og verið í fremstu röð á Íslandi í rafíþróttum. Hann hefur haldið fyrirlestra um rafíþróttir og hvernig hægt er að stuðla að heilbrigðum lífstíl samhliða því að vera afreksmaður í rafíþróttum og mun kynna uppbygginguna á starfi deildarinnar og kynna fyrir foreldrum hverjar áherslur Fylkis verða þegar kemur að þjálfun.

    Opið hús og spjall – Kl: 21:00-21:30
    Opið hús í æfingarrými deildarinnar frá 21:00-21:30 þar sem hægt verður að spjalla við leikmenn meistaraflokka liðsins í Counter-Strike og League of Legends.

    Markmið deildarinnar eru:

    1. Að bjóða upp á skipulagt starf fyrir börn og unglinga þar sem þau geta stundað rafíþróttir undir handleiðslu þjálfara.
    2. Að stuðla að jákvæðri tölvuupplifun.
    3. Að hjálpa iðkendum að hugsa vel um líkama og sál.
    4. Að efla félagslegan og siðferðilegan þroska.
    5. Að iðkendur læri undirstöðuatriði í þeim leik sem það æfir.
    6. Að iðkendur hafi ánægju af rafíþróttum.
    7. Að búa til atvinnufólk í faginu sem leyfa ekki tölvum að stjórna lífinu sínu.
    8. Að efla félagsfærni og valdefla þau sem eru mikið ein heima að spila.
    9. Að búa til félagsmenn.
    10. Að vera með öflugt meistaraflokkastarf.

    Mynd: facebook / Rafíþróttadeild Fylkis

    Rafíþróttadeild Fylkis
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Þessir skotleikir verða algjör sprengja! Heitustu leikirnir 2025

    03.02.2025

    PC leikmenn fá loks að upplifa The Last of Us Part II í endurútgáfunni – Vídeó

    02.02.2025

    Nýr þáttur hjá Leikjavarpinu – Leikir væntanlegir 2025, GTA IV, Doom: The Dark Ages ásamt fjölda annarra leikja

    31.01.2025

    Marvel Rivals bannar mods – En moddarar láta ekki bannið stoppa sig

    30.01.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.