Author: Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
„Ef þú ert einmanna í kvöld þá koma til greina tveir möguleikar. 1) Hringja í heita konu í síma: 905-2000 2) Logga inn fyrir LFR kl 20:30“, en þetta kemur fram á vef Hetjuklúbbsins. Hetjuklúbburinn er íslenskt World of Warcraft guild með langa sögu, stöðugan kjarna og öfluga spilara, en þeir hafa nú auglýst í Fréttablaðinu í dag að föstudagsraid-ið verður á sínum stað klukkan 20:30 og hvetja félagsmenn til að mæta. Skemmtilegur vínkill hjá þeim að auglýsa í Fréttablaðinu. Fylgstu með eSports.is á facebook hér.
Þá er kosningin um nördalegasta flúrið hafin á facebook síðu Nörd Norðursins og bárust hvorki meira né minna en 57 flúr í keppnina frá 38 þátttakendum, glæsilegt það. Núna þurfa keppendur að fá sem flest like á myndina sína og það flúr sem er með flest like þann kl 23:59 þann 29. mars sigrar keppnina. Í 1. sæti er 25.000 kr. inneign upp í flúr hjá Bleksmiðjunni. Mynd í 2. sæti er í vali dómnefndar sem samanstendur af Nörd Norðursins starfsmönnum og Bleksmiðjunnar og fær sigurvegarinn 10.000 kr. inneign upp í flúr hjá Bleksmiðjunni. Smellið hér til að skoða herlegheitin.…
MLG winter championship í leiknum StarCraft 2 verður í beinni á stórum skjá í HD útsendingu á Classic þessa helgina. Fyrsta útsending byrjar í kvöld (23. mars) klukkan 21:00. Facebook event hér. Félagarnir á GEGT eru búnir að hanna form til að veðja á MLG winter. Allar nánari upplýsingar á facebook síðu íslenska Starcraft 2 samfélagsins.
Eftir að nýja útlitið og spjallið kom á eSports.is hafa nokkrir notendur haft samband við stjórnendur og spurst fyrir um hvernig hinir og þessi fítsuar virkar og hvernig hægt væri að koma fréttum og ábendingum til eSports.is omfl.. Búið er að setja upp myndaútskýringu á spjallið og vonast er til að notendur verði virkari og stofni til umræðu á spjallinu. Skoðið útskýringarnar hér.
Laugardaginn 24. mars kl 18:00 næstkomandi verður Íslandsmót í Team Monobattles í leiknum StarCraft 2. „Skráning gengur sæmilega, sjö lið hafa skráð sig. Síðasti séns að skrá sig verður kl 18°° á laugardaginn (24. mars 2012). Ég var að hugsa um að hafa formattið annaðhvort double elimination BO3 eða að láta alla spila við alla BO3 í deild, en þetta fer eftir því hversu margir skrá sig“, sagði Hannes mótshaldari í samtali við eSports.is aðspurður um hvernig gengur með skráninguna og skipulagið á mótinu. Möppin sem spilað verður eru BX Team Monobattles möppin, t.d. er hægt að leita að „BX…
Skráning í Counter Strike:Source online mót eSports.is gengur vel og eru komin níu lið skráð í keppnina. Lokað verður fyrir skráningu miðvikudaginn 28. mars 2012 klukkan 00°° og mótið byrjar 30. mars næstkomandi. Þau lið sem skráð eru þegar þessi frétt er skrifuð eru eftirfarandi: – Mod.ice – IMPRT – Mod.fire – PROJECT_HYPED – 90210 – Restricted. – Shockwave – myRevenge e.V. Iceland – iMpulze Nánari upplýsingar um mótið hér.
„mjööög líklega í onlinemótinu og mér finnst afar ólíklegt að fólk viti smokeana í season, þó þeir séu fáir. Síðasta smoke vídeó sem ég sendi inn, þar sem að tuscan er afar lítið notað af tricky smokes og contra er einfaldlega ógeð“, segir dannoz á spjallinu og birtir þar myndband sem sýnir smoke trickin í mappinu Season: Fylgstu með eSports.is á facebook hér.
dannoz vakti athygli á meðfylgjandi Counter Strike:Source myndbandi á spjallinu sem hann gerði, en það sýnir leik myR.is og MOD.Iceland í einvígi í mappinu Nuke. dannoz sýnir hvernig myR.is planar Cat í Nuke: dannoz segir: „komnir með rampinn 5v5 eftir að rampurinn bakkar niður, gott að gera þetta ef þið eigið í erfiðleikum með að ná niðri eða viljið bara fara cattið“
Íslenska Counter Strike:Source liðið VECA hefur undirritað samning við þýsku alþjóðlegu samtökin myRevenge og eru þar með orðnir myR.is. myRevenge inniheldur fjölmörg lið til að mynda CS 1.6, CS:S, CoD 4, DotA 2, LoL, DoD:S, FIFA, Sc 2. myRevenge eru fín samtök og eru með góða CSS spilara hjá sér, myR.italy er með gott lineup og þar á meðal Ítalska landsliðskappann Kimera. Síðan eru myR.Russia og myR.Romania sem inniheldur góða leikmenn. Lineup hjá myR.is: myR.is Dannoz – (Legit Caller) myR.is Reynz1 – (Callaður „The soldier“) myR.is syntex – (Þykist vera Wappinn) myR.is viruz – (Gerir ekki annað en að sofa)…
Leeroy var ekki lengi að smella einni flottri klippu saman í leiknum Counter Strike:Source, en það tók hann ekki nema 2-3 klukkustundir í gær að setja þetta myndband saman sem hann kallar: CS:S | Spoonman og póstaði því á eSports spjallið hér. Músíkin er eftir Metric – Collect Call (Adventure Club Remix) Youtube rás Leeroy. Fylgstu með eSports.is á facebook hér.