Author: Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Það má með sanni segja að nóg er um að vera í íslenska StarCraft2 samfélaginu, en gaulzi @1337.is hefur verið duglegur að halda online mót fyrir samfélagið. Næsta mót er á föstudaginn 24. febrúar næstkomandi. „Sýnist flestir vera til í að hafa næsta weekly á föstudagskvöld… er búinn að skrá 2 mót inn á síðuna sem munu hefjast kl. 20:00 á föstudaginn! Annars vegar bronze-platinum mót og hins vegar diamond+ mót. Ef ég sé fram á að skráningin verði eitthvað léleg þá sameina ég mótin“, segir gaulzi á Facebook síðu íslenska StarCraft2 samfélagsins. Fylgstu með eSports.is á Facebook.

Lesa meira

Nú um helgina var Danska lanmótið HKLAN en keppt var meðal annars í leiknum Counter Strike Source og var clanið Epsilon sem kom sá og sigraði mótið. Verðlaun er í dönskum krónum. 1. Epsilon eSport – 18.000 kr. 2. Copenhagen Wolves – 9.000 kr. 3. Ckras Gaming – 5.000 kr. 4. ImmuNe – 3.000 kr. 5.-6. Team SpeedGaming-CustomData – 1.500 kr. 5.-6. najbolji – 1.500 kr. 7.-8. Gamehoppers 7.-8. FoxProof.CustomData 9.-12. Team PrivatHost 9.-12. NovoGaming 9.-12. XG.DSRack 9.-12. zero Empathy Heimild: Gaming.dk Hér að neðan er viðtal við tvo úr Epsilon claninu, en þess ber að geta að viðtalið var…

Lesa meira

Leeroy ættu margir í Íslenska Counter Strike:Source samfélaginu að þekkja, en þau eru ófá myndböndin sem hann hefur gert, en núna stefnir hann á að fá samning hjá Machinima en til þess þarf hann að fá ákveðin fjölda af áskrifendum, segir Leeroy á spjallinu. Kíkið á Youtube rás Leeroy og gerist áskrifendur.

Lesa meira

Nú er að hefjast danskt lanmót sem heitir HKLAN og verður spilað meðal annars Counter Strike:Source.  Richard Lewis kemur til með að vera með góðan fréttaflutning á heimasíðunni cadred.org og birta þar myndir, úrslit ofl. eSports.is ætlar að fylgjast með lanmótinu. Mynd: gaming.dk

Lesa meira

Online leikurinn Brawl Busters er nú fáanlegur frítt í gegnum Steam og ef þú stekkur á hann fyrir 23. febrúar, þá færðu einnig Aviator sólgleraugu. Slepptu þér lausum og downloadaðu leikinn og veldu eftirfarandi persónur, Boxer, Firefighter, Rocker, Slugger og Blitzer og þú ert byrjaður hamra hausa áður en þú veist af. Fylgstu með eSports.is á Facebook hér.

Lesa meira

Mikil undirbúningsvinna hefur verið síðastliðnar vikur hér á esports.is við að breyta um kerfi, endurskipuleggja allt spjallið, hanna nýtt útlit og margt fleira. Notendur geta orðið fyrir einhverjum truflunum á meðan verið er að koma öllu á réttan stað, vefslóðir breytast osfr. Lagt var kapp á að einfalda hlutina enn meira, þannig að efni, skipulag á spjallinu sé aðgengilegra. Sérstakt kerfi var tengt við spjallið þannig að allir innskráðir notendur á spjallinu eiga að geta skrifað athugasemdir við fréttir án þess að þurfa skrá sig sérsaklega inn á forsíðuna.

Lesa meira

8-liða Brackets í Counter Strike 1.6 hafa verið birtar á spjallinu og þurfa allir leikir verið kláraðir á mánadagskvöld 21. febrúar.  biggzterinn einn af admin´s mótsins segir í tilkynningu sinni að spilað verður bo3 og lægra seedad lið byrjar á því að neita. Hægt er að hafa samband við biggzterinn á steam: biggzterinn94. Nánari upplýsingar um mótið hér.

Lesa meira

Síðastliðnar vikur hefur íslenska Counter Strike:Source landsliðið keppt í NationsCup XV með ágætum árangri, en það keppti við Svíþjóð sem endaði með tapi 16-10 og eru þar með dottnir úr mótinu. „Allir orðnir vel pirraðir vegna css uppfærslunnar sem kom rétt áður fyrir leik“, sagði kruzer í samtali við eSports.is aðspurður um leikinn. Lineup var: kruzer auddzh ofvirkur furious intrm „Þurfum bara að bíða og sjá hvenær næsta mót verður“, sagði kruzer þegar hann var spurður um framhaldið á landsliðinu.

Lesa meira