Heim / Lan-, online mót / Skráning hafin í næsta Pubg mót – Mótstjórn greiddi snapster og steypu úr eigin vasa
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Skráning hafin í næsta Pubg mót – Mótstjórn greiddi snapster og steypu úr eigin vasa

Pungarnir - Skráning hafin í næsta Pubg mót - Mótsstjórn greiddi snapster og steypu úr eigin vasa

Búið er að ákveða næsta PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) online mót, en það verður haldið sunnudaginn 3. nóvember og er að mestu sama fyrirkomulag og fyrri mót.

Skráning hafin

Skráning er hafin og fer sú skráning fram í þessu skjali hér. Mælt er með því að vera með varamann ef einhver keppandi komist ekki af óviðráðanlegum ástæðum.

5.000 þátttökugjald

Breyting á mótinu er að öll lið þurfa að greiða 5.000 í þátttökugjald. Hingað til hafa mótsjórnendur þurft að greiða úr eigin vasa til lýsendur, þá snapster og steypu fyrir sína vinnu. Áætlað er að sigurliðið fái frítt inn í næsta mót.

Bankaupplýsingar eru í skráningarskjalinu og athugið að edit réttindi fæst ekki fyrr en eftir greiðslu.

Biðla til fjársterkra aðila

Ef einhverjir fjársterkir aðilar sem hafa áhuga á að styrkja mótið að einhverju leiti, þá er bent á að hafa samband við mótstjórn á netfangið [email protected]

Vídeó

Hér að neðan er upptaka frá síðasta móti þar sem pungarnir hrepptu 1. sætið:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Íslenska Pubg liðið hreppti 1. sætið

Íslenska Pubg liðið hreppti 1. sætið

Í gær fór fram online ...