[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Console leikir / CS:GO Natus Vincere sigra ESL One New York
Nýr þáttur alla miðvikudaga

CS:GO Natus Vincere sigra ESL One New York

Nú um helgina var ESL One New York að klárast og voru það Natus Vincere eða Navi sem sigruðu Virtus.Pro í úrslitum. Virtus.Pro byrjuðu að vinna fyrsta kort frekar sannfærandi í de_cbble 16-3 og hreinilega Navi ekki mættir til leiks. Næsta kort var de_train sem Navi völdu og var allt annar bragur á austurlenska stórveldinu, sá leikur endaði 16-8 fyrir Navi. Rimman endaði í frábærum leik í de_mirage þar sem Navi sigruðu 19-17 í framlengingu, það var hrikkalega gaman að sjá S1mple og GuardiaN brósa sínu breiðasta í lok leiks og verður gríðarlega gaman að sjá Navi í framtíðinni og auðvitað fáránlega gaman að sjá Virtus.Pro komast í úrslit.

14566212_1371583892866800_7505340479973150978_o

Natus Vincere lineup:

Ioann ‘Edward’ Sukhariev

Egor ‘flamie’ Vasilyev

Denis ‘seized’ Kostin

Aleksandr ‘s1mple’ Kostyliev

Ladislav ‘GuardiaN’ Kovács

navi_logo

Við hjá eSports.is óskum Navi til hamingju með sigurinn og Virtus.Pro með annað sætið.

Um TurboDrake

Það þarf vart að kynna CS goðsögnina TurboDrake, en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á keppnum og hefur mikla ástríðu á CS leiknum. Hægt er að hafa samband við TurboDrake á netfangið [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Sony Interactive Entertainment (SIE) - Logo

Sony bætir í vopnabúrið: Keyptu 9 tölvuleikjafyrirtæki fyrir yfir 4 milljarða dala

Á undanförnum fjórum árum hefur ...